Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 02. júní 2003 kl. 19:00 - 20:20 Iðndal 2

6. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 2. júní. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Ólafur Tryggvi

Gíslason, Bergur Álfþórsson, Kjartan Hilmisson, Ragnhildur Sigmundsdóttir

leikskólastjóri, Snæbjörn Reynisson skólastjóri, Oktavía Ragnarsdóttir fulltrúi

foreldraráðs og Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara, sem jafnframt

ritar fundargerð.

1. Leikskóli.

a. Sumarfrí starfsmanna – Lokunartíma víxlað milli ára.

Ragnhildur upplýsti fundarmenn um það að gerðar voru kannanir árið 2001

varðandi það hvenær hentaði foreldrum best að fá lokunina og þá varð

niðurstaðan sú að tíminn frá 7.júlí til 12. ágúst.

b. Skemmdarverk og öryggismyndavélar.

Ragnhildur upplýsti okkur um það að hverja helgi eru unnin skemmdarverk á

leikskólanum. Hellur eru rifnar upp, rólur slitnar, grindverk brotin, borð og

bekkir brotnir, útkrotaðir veggir, sígarettustubbar út um allt og glerbrot.

Fræðslunefnd leggur til að öryggismyndavélar verði settar upp fyrir sumarfrí.

2. Grunnskóli.

a. Fyrirkomulag prófa – hvers vegna tvö próf á dag?

Málið var rætt. Snæbjörn útskýrði fyrir nefndarmönnum að alltaf væri stefnt að

því að raða prófum þannig að það væri sem hagstæðast fyrir nemendur, þ.e. “létt”

og “erfitt” próf saman.

b. Ráðningar fyrir næsta skólaár.

Einn kennari fer í ársleyfi. Tveir leiðbeinendur hafa starfað við skólann í vetur,

þeir eru væntanlega að fara í fjarnám næsta vetur og eru þá líkur til að þeir haldi

stöðunum sínum. Einn kennari er í sérkennslunámi og klárar næsta vor.

Skólastjóri er með tvær umsóknir. Annar umsækjandinn er að flytja í Vogana frá

Akureyri og mun hann væntanlega taka við væntanlegum 6. bekk. Hinn

umsækjandinn er fatahönnuður, tónmenntakennari, tók mynd- og textílmennt í

vali frá kennaraháskólanum. Hún kennir á blokkflautu, altflautu, fiðlu og píanó.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni varðandi þessar umsóknir.

c. Skólagarðar – námskeið fyrir börnin í dægradvölinni.

Skólastjóri leggur til að skólagarðar verði notaðir markvisst í náttúrufræði. Þá t.d.

að einn til tveir bekkir (2. eða 3.) noti veturinn í undirbúning, láti kartöflur spíra

o.s.frv. noti svo vorið til að planta út, taki svo upp að hausti og þá getar næstu

bekkir tekið við garðinum.

d. Skóladagatal fyrir næsta skólaár – drög.

Snæbjörn lagði fyrir nefndina drög að skóladagatali. Inni á dagatalinu er gert ráð

fyrir lestarátaki í september og febrúar. Lestrarátakið (ætlað 3. til 9. bekk) kallast

Læsi til framtíðar og kynnti Snæbjörn það lítillega fyrir nefndarmönnum.

Fundi slitið klukkan 20:20

Getum við bætt efni síðunnar?