Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 14. júlí 2003 kl. 19:00 - 20:30 Iðndal 2

7. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 14. júlí 2003. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Kjartan Hilmisson,

Margrét Baldursdóttir, Snæbjörn Reynisson skólastjóri og Erna Margrét

Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. Grunnskóli.

a) Formleg beiðni um ársleyfi frá störfum í Stóru-Vogaskóla.

Steinarr Þór Þórðarson biður um ársleyfi frá störfum. Nefndin sér ekkert því

til fyrirstöðu að verða við þeirri beiðni.

b) Umsóknir vegna næsta skólaárs.

Tvær umsóknir hafa komið inn vegna stöðunnar sem Steinarr gegndi.

Sigurður Torfi Jónsson fæddur1955 og Theódóra Friðbjörnsdóttir fædd 1975.

Umsækjendurnir eru ekki með full réttindi. STJ er félagsfræðingur, hefur

lokið námi í forritun og kerfisfræði en vantar 15 einingar til að fá full

kennsluréttindi. TF hefur verið í fjarnámi í KHÍ og á eftir 2 vetur í fjarnáminu.

SR mælir með því að STJ verði ráðinn. Nefndin tekur undir það.

SR kynnti það einnig fyrir nefndarmönnum að ef fleiri nemendur bættust í 4.

bekk þá þyrfti að skipta honum í tvær bekkjardeildir og þá þyrfti að ráða í nýja

stöðu.

c) Önnur mál

1. SR kynnti fyrir nefndarmönnum að hann hefði í hyggju að hafa 2

deildarstjóra. Annars vegar Ingu Sigrúnu Atladóttur sem mun verða

deildarstjóri á yngsta stigi, hins vegar Ernu Margréti Gunnlaugsdóttur sem

mun verða deildarstjóri á efsta stigi. Jón Ingi aðstoðarskólastjóri og SR munu

svo gegna þessu hlutverki á miðstigi. Nefndin styður SR í þessum

ákvörðunum.

2. Nokkur umræða fór fram um húsnæðismál skólans. Enn þrengir að, því

skólastjóri sér fram á að nemendafjöldi fari yfir 200 í vetur.

 

Fundi slitið klukkan 20:30

Getum við bætt efni síðunnar?