Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 27. október 2003 kl. 19:00 - 21:30 Iðndal 2

10. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 27. október. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson,

Kjartan Hilmisson, Snæbjörn Reynisson, Erna Gunnarsdóttir og Svanborg Svansdóttir.

Ritari fundagerðar er Lena Rós Matthíasdóttir.

 

1. mál Grunnskóli.

 

a) Útkoma skoðunarkönnunar til kynningar og umræðu. Snæbjörn

skólastjóri kynnti samantekt á þeirri könnun sem gerð var meðal

foreldra grunnskólabarna. Þátttakan var góð, 73% af öllum foreldrum

skólans svöruðu. Snæbjörn segist þokkalega sáttur við niðurstöður

könnunarinnar, en það sem stendur upp úr eru óskir foreldra um

stækkað skólahús og meira foreldrastarf. Þá var einnig talsvert um

spurningar er vörðuðu stærðfræðikennslu skólans, en verið er að skipta

um kennsluefni í stærðfræði.

 

2. mál Málefnavinna Fræðslunefndar.

 

a) Málefni frítímans, frístundaskóli. Hugmyndin er að

Vatnsleysustrandarhreppur búi grunnskólabörnum afslappaðri umgjörð

um stundaskrár utan skólatíma. Frístundaskólinn næði yfir heimanám,

gæslu, námskeið, íþróttir á vegum ungmennafélagsins og

tónlistarkennslu í Stóru-Vogaskóla. Frístundaskólinn verði

samvinnuverkefni skólastjóra, tómstundafulltrúa og

ungmennahreyfingarinnar. Stefna hreppsins í málefnum frítímans

verði að stuðla að afslappaðra umhverfi fyrir börnin utan skólatíma.

Nú eru þegar hafnar umræður við skólastjóra og stjórn

ungmennafélagsins.

b) Niðurstöður prófa, þróunin, upplýsingaflæði o.fl. Eins og skólakerfið á

Íslandi er upp byggt, eru niðurstöður prófa besta mælitæki yfir árangur

nemenda í skólum. Hyggur Fræðslunefnd að reglulegar upplýsingar

skólayfirvalda um niðurstöður prófa til nefndarinnar auðveldi henni að

fylgja stefnu sinni eftir um besta árangur nemenda í grunnskólum á

Íslandi.

c) Móttaka nýrra nemenda og verkefnið ,,Vinir.” Hugmyndin er að efsta

stigið fái það verkefni að aðstoða einn aðila úr 1. bekk hvers árs til að

aðlagast skólaumhverfinu. Hugmyndin rædd.

 

3. mál Annað.

 

a) Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með framkvæmd á foreldrakönnun

skólans og leggur til að könnun leikskólans verði unnin með sama

hætti. Gerð verði grein fyrir niðurstöðum svaranna og athugasemdir

frá foreldrum kynntar nefndinni.

 

Fundi slitið kl 21,30

Getum við bætt efni síðunnar?