Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 01. nóvember 2004 kl. 18:05 - 19:15 Iðndal 2

Mættir: Áshildur Linnet, Helga Friðfinnsdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur

Álfþórsson

 

Fundur settur kl. 18:05

1. Stefnumótunarvinna

Umræða um í hverju stefnumótunarvinna nefndarinnar ætti að felast með tilliti til

erindisbréfs. Varpað var fram spurningum á borð við:

Hvernig getur fræðslunefnd fylgst með framkvæmd náms og kennslu í

sveitarfélaginu og að hún sé í samræmi við lög og reglugerðir?

Hvað getur fræðslunefnd gert til að skólastarfið verði betra þannig að

námsárangur í grunnskólanum verði yfir landsmeðaltali?

Með hvaða hætti getur nefndin stutt við bakið á grunnskólanum?

Ákveðið að óska eftir skriflegri skýrslu frá skólastjóra grunnskóla um

námsárangur í samræmdum prófum í 4., 7., og 10. bekk undanfarin þrjú ár til

umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Rætt um stefnumótunarvinnu hvað varðar leikskólann og ákveðið að kalla

skólastjóra leikskóla inná næsta fund til að kynna „heilsuskólann“.

Kjartan Hilmisson mætti til fundar kl. 18:55

Rætt um með hvaða hætti er hægt að mæla starf Suðurvalla.

2. Önnur mál

Samþykkt að færa fasta fundartíma nefndarinnar á síðasta mánudag hvers

mánaðar, fundartími sé kl. 18:00

Ólafur Tryggvi greindi frá aðalfundi foreldrafélags grunnskóla sem hann sótti.

Kynnti hann hugmynd lögreglunnar um útgáfu af foreldrarölti bæði til að vinna

með útivistartíma og í vímu- og fíknivörnum.

Boðað er til næsta fundar þann 15. nóvember næstkomandi.

Fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?