Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur Iðndal 2

Mættir: Áshildur Linnet, Kjartan Hilmisson, Bergur Álfþórsson, Snæbjörn Reynisson,

Salvör Jóhannesdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir, Dagmar Eiríksdóttir.

 

Helga Friðfinnsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig

 

Fundur settur kl. 18:10

1. Heilsuleikskólinn

Formaður gaf leikskólastjóra orðið til að kynna heilsuleikskólann á Suðurvöllum.

Salvör kynnti grundvallahugmyndir heilsuleikskólans og framkvæmd verkefnisins

á Suðurvöllum. Hafa starfsmenn m.a. fengið fræðslu frá Unni Stefánsdóttur einum

af stofnendum heilsuleikskólans. Nú er unnið að því að aðlaga stefnuna að starfi

Suðurvalla. Salvör telur að sú vinna sem nú fer fram á leikskólanum miði að því

að gera starfið faglegra.

Dagmar sagði frá jákvæðri reynslu sinni sem foreldris af þessari nýju stefnu.

Ræddi hún einnig um að mikilvægt væri að halda því skapandi andrúmslofti sem

ríkir á Suðurvöllum yfir í fyrstu bekki grunnskólans. Salvör taldi þó að nú væri

vilji til að brúa bilið þarna á milli með aukinni samvinnu skólanna í hreppnum.

Formaður spurði um hvenær stefnan yrði að fullu komin í framkvæmd og svaraði

Salvör því að það yrði um áramót og að leikskólinn vonaðist þá eftir að fá

viðurkenningu sem heilsuleikskóli frá Lýðheilsustofnun.

2. Námsárangur í Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn fór yfir árangur nemenda í skólanum útfrá meðalgildi og framfarastuðli

útgefnum af námsmatsstofnun. Lagði hann fram skriflegt svar sitt sem hann

útskýrði.

Ólafur Tryggvi mætti til fundar kl. 18:30

Snæbjörn benti á að taka þarf tillit til þess hversu stór hluti nemenda tekur próf í

hverri grein. Rætt var um hvenær börn geta fengið undanþágu frá þátttöku í

samræmdum prófum.

Bergur spurði hvort ekki væri rétt að hafa áhyggjur af námsárangri í stærðfræði og

íslensku. Snæbjörn taldi rétt að hafa áhyggjur af námsárangri í stærðfræði og sagði

frá þeim aðgerðum sem hann hefur gripið til, til þess að snúa þessari þróun við.

Oktavía spurði um áhrif nýrra kennsluaðferða í stærðfræði sem hún taldi að ekki

væru að skila tilætluðum árangri. Snæbjörn taldi að ekki væri hægt að álykta strax

um þetta námsefni þar sem ekki allir skólar væru búnir að taka upp þetta efni og

væntanlega væri prófgerð enn þá ekki í fullkomnu samræmi við nýja námsefnið.

 

Formaður spurði hvort nauðsynlegt væri að grípa til frekari aðgerða til að bæta

námsárangur í skólanum. Greindi Snæbjörn frá því að nú væri í vinnslu

aðgerðaplan sem væntanlega yrði tilbúið á síðari hluta skólaársins. Aðgerðaplanið

verður lagt til umfjöllunar nefndarinnar.

Í umfjöllun um námsárangur ræddi Snæbjörn um mikilvægi þess að virkja foreldra

til að bæta árangur nemenda.

Ólafur spurði hvort farið væri í frekari greiningu á hvar börn stæðu höllum fæti í

hverri grein. Snæbjörn greindi frá því að hægt væri að skoða innan hvers fags

hvað betur má fara, þ.e.a.s. hvaða þáttum börnin eru slök í og hvaða þáttum þau

eru sterk í.

Bergur spurði með hvaða hætti nefndin gæti stutt við bakið á skólanum til að bæta

námsárangur. Snæbjörn treysti sér ekki til að svara því á þessum fundi.

Oktavía spurði hvað væri hugmyndin á bakvið skilvirkara eftirliti foreldra í svari

Snæbjörns. Umræður urðu um samkipti foreldra og kennara.

3. Bréf frá menntamálaráðuneytinu

Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dagsett 1. nóvember 2004 varðandi samræmd

próf í 4. og 7. bekk 2004. Snæbjörn taldi að dagsetningarnar sem upp eru gefnar

standist ekki. Gert hafi verið ráð fyrir lengri samfelldri kennslu áður en til

samræmdra prófa kemur.

4. Önnur mál

a) Fundargerð hreppsnefndar

Formaður las upp þriðja lið fundargerðar 10. fundar hreppsnefndar

Vatnsleysustradarhrepps.

Snæbjörn greindi frá því að hann og Salvör hafi verið á fundi vegna samningsins.

Samningurinn rennur út um áramót verði honum ekki framlengt. Greindu

Snæbjörn og Salvör frá því að hreppurinn greiddi um 5 milljónir á ári fyrir

þjónustuna, þ.e. 8,6% af kostnaði fræðsluskrifstofunnar, sem þau telja óþarflega

hátt gjald. Þörf væri á að skilgreina notkun skólanna betur á þjónustu

skrifstofunnar.

b) Fjöldi funda fræðslunefndar

Formaður greindi frá því að tíu fundir hafi verið á fjárhagsáætlun nefndarinnar

fyrir þetta ár. Á nefndin inni einn fund á þessu ári. Nefndarmenn voru sammála

um að ekki væri þörf á fleiri fundum á þessu ári en að réttast væri að sækja um

a.m.k. tólf fundi á fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2005. Var það samþykkt.

c) Samningur við Skólamálaskrifstofu

Bergur Álfþórsson þakkar svör hreppsnefndar við fyrri lið fyrirspurnar frá

18.10.2004 og ítrekar um leið seinni lið fyrirspurnarinnar „...og hvers vegna var

fræðslunefnd ekki greint frá málinu?“

d) Verkfall grunnskólakennara

 

Fræðslunefnd lýsir ánægju með að nú hylli undir að skólastarf komist í eðlilegt

horf.

 

Fundi slitið kl. 19:50

Getum við bætt efni síðunnar?