Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 30. ágúst 2004 kl. 19:00 - 20:18 Iðndal 2

7. fundur ársins 2004 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 30. ágúst kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Helga Friðfinnsdóttir varaformaður, Ólafur Tryggvi Gíslason, Kjartan

Hilmisson, Bergur Álfþórsson, Anna Rut Sverrisdóttir, Snæbjörn Reynisson

skólastjóri, og Þorbera Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi kennara. Ritari fundagerðar er

Ólafur Tryggvi Gíslason.

1. Grunnskóli

a) Kynning á skipulagi skólastarfsins.

Bekkjum er skipt upp aðallega í kjarnagreinum í fimmta, áttunda og níunda bekk,

eftir þörfum barnanna.

Hver kennari er kominn með tölvu í sína stofu þannig að kennarar eru komnir með

vinnuaðstöðu í bekkjunum.

Stóru Vogaskóli er farinn af stað með samstarfsverkefni sem kallast Olweusaráætlun

gegn einelti. Sjá meðfylgjandi blað. Verkefnið mun taka um það bil tvö ár. Verkefnið

er að fara af stað og munu allir starfsmenn skólans taka þátt í starfinu.

b) Kynning á starfsliði skólans.

Nokkrar breytingar eru á starfsliði skólans fimm starfsmenn eru hættir og munu þrír

kennarar hefja störf nú í vetur þ.e. Linda Sjöfn, Sigríður Ragna, Sigurður Rúnar. Einn

leiðbeinandi mun einnig bætast í hópinn hann Hilmar Egill. Sjá baksíðu fréttabréf

Stóru Vogaskóla.

c) Umsókn um námsvist utan lögheimilis nemanda.

Umsóknin er samþykkt, sjá nánar í trúnaðarmálabók.

d) Viðbygging skólans

Skólastjóri fór yfir teikningar. Teikningar eru í vinnslu.

 

Fundi slitið klukkan 20:18

Getum við bætt efni síðunnar?