Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 28. febrúar 2005 kl. 18:10 - 20:10 Iðndal 2

Mættir: Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson , Kjartan Hilmisson, Salvör

Jóhannesdóttir, Dagmar Eiríksdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði

fundargerð

Helga Friðfinnsdóttir boðaði forföll.

Fundur settur kl. 18:10

1. Ráðning í stöðu leikskólakennara

Formaður gaf leikskólastjóra orðið. Ræddi hún um ráðningu í stöðu

leikskólakennara en því miður sótti enginn menntaður um stöðuna. Guðrún

Ragnarsdóttir var ráðin í stöðuna og mun hún hefja störf á morgun þann 1. mars.

Á sama tíma var auglýst í afleysingar í ræstingum vegna barnsburðaleyfis eins

starfsmanns og var Hanna Helgadóttir ráðin til þeirra starfa.

Ólafur spurðist fyrir um ástand lóðar leikskólans og ásókn unglinga í að halda þar

til á kvöldin. Salvör greindi frá því að upp væri komið myndavélaeftirlit svo að

fylgst hefði verið með umgengni um lóðina. Einnig greindi hún frá því að lóðin

væri ekki komin í fullkomið lag en nú væri von á nýjum leiktækjum næstu daga

og væntanlega yrði hægt að klára lóðina sem fyrst.

Snæbjörn Reynirsson mætti til fundar kl. 18:25

2. Mats- og þróunaráætlun fyrir grunnskóla

Snæbjörn lagði fram Mats- og þróunaráætlun Stóru-Vogaskóla 2004-2006 og

kynnti hana.

Þorbera Ragnarsdóttir mætti til fundar kl. 18:30

Greindi Snæbjörn frá þróunarhópi sem hefur yfirumsjón með þróunarstarfi

skólans, en í honum er skólastjóri og allir deildarstjórar. Á síðasta starfsdegi

skoðuðu kennarar og skólastjórnendur Korpuskóla, Víkurskóla, Salarskóla og

Vesturbæjarskóla og þar sem þeir kynntust einstaklingsmiðuðu námi. Snæbjörn

kynnti einnig að nú ætti að móta frekar deildar- og fagstjórn skólans. Verkfallið

hefur einhver áhrif á áætlunina.

Dagmar spurðist fyrir hvenær þróunaráætlunin kæmist í framkvæmd. Greindi

Snæbjörn frá hugmyndum í þeim málum.

Ólafur spurðist fyrir um hversu langt þessi vinna við Mats- og þróunaráætlun væri

komin og hvenær mætti vænta þess að sjá breytingar á skólastafinu. Greindi

Snæbjörn frá því að gerð matsáætlunar væri skylda fyrir grunnskólan en að í

Stóru-Vogaskóla hefði verið ákveðið að gera Mats- og þróunaráætlun því næst fór

hann yfir stöðumat slólans.

 

Dagmar spurðist fyrir um hvernig skólinn væri mannaður fyrir einstaklings- og

þemamiðað nám. Snæbjörn taldi ekki að skólinn væri verr mannaður til þessarar

vinnu en aðrir skólar sem fylgja einstaklingsmiðuðu námi.

Snæbjörn óskaði eftir að nefndarmenn kynni sér áætlunina og komi ábendingum

til skila ef einhverjar verða.

3. Símenntunaráætlun grunnskóla

Snæbjörn greindi frá því að símenntunaráætlun fyrir næsta ár væri ekki tilbúin en

yrði tilbúin með vorinu. Stærsta símenntunarverkefni ársins er Olweusarverkefnið

sem auk kennara tveir starfsmenn íþróttahússins og Tómstundarfulltrúi hreppsins

taka þátt í. Einnig rætt um aðra þætti símenntunar.

4. Olweusarverkefni – staða verkefnisins

Snæbjörn greindi frá því að Olweusarverkefnið nái fram á vor 2006. Haldnir hafa

verið fjórir hópfundir og einnig eru bekkjarfundir hafnir. Fyrsta

Olweusarkönnunin um einelti hefur verið lögð fyrir en ekki er búið að vinna úr

henni.

Áshildur spurði hvenær mætti vænta niðustaðna úr þessari könnun. Snæbjörn taldi

að það yrði ekki fyrr en í maí eða júní því að niðurstöðurnar eru unnar í Noregi.

Niðurstöðurnar koma væntanlega til með að varpa ljósi á hversu mikið einelti er í

gangi og hvar það fer fram. Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir verður hægt að grípa

til aðgerða til að sporna en frekar gegn einelti í skólanum.

Áshildur spurði hvort Olweusarverkefnið væri í einhverju samstarfi við

Regnbogabörn. Snæbjörn greindi frá því að svo væri ekki.

Snæbjörn greindi frá því að nokkuð erfiðlega hafi gengið að fá öll gögn fyrir

verkefnið frá yfirverkefnisstjóra Olweusarverkefnisisns hjá Menntamála-

ráðuneyrinu s.s. handbækur fyrir kennara, foreldrahandbækur og myndbands-

spólur.

5. Skólabúningar

Formaður gaf Bergi orðið en hann hafði kynnt sér viðhorf meðal foreldra í

Áslandsskóla í Hafnarfirði varðandi notkun skólabúninga. Greindi Bergur frá að

þeir sem hann hafði rætt við hafi lýst mikilli ánægju með skólabúningana.

Snæbjörn lagði til að kanna viðhorf foreldra til notkunar skólabúninga. Var það

samþykkt.

6. Framkvæmdir við skólabyggingu – staða framkvæmda

Snæbjörn kynnti framkvæmdina með teikningum.

Þorbera vék af fundi kl. 19:30

Breytingar á eldra húsnæði einnig kynntar.

7. Önnur mál

a) Rætt um stöðu skólaeldhúss og möguleika á breytingum þar. Dagmar

benti á að gaman gæti verið að sjá meira samræmi milli leikskóla og

 

grunnskóla hvað varðar skólamáltíðir. Nánari umræður um málið.

Ólafur lagði til að kostnaður við ólíkar útfærslur yrði kannaður.

Málinu frestað til næta fundar.

b) Formaður greindi frá áhyggjum foreldra sem fram komu á

foreldrafundi í leikskólanum síðastliðinn fimmtudag, vegna aðkomu

að leikskólanum. Rætt var um á fundinum að gangstétt vantaði uppvið

handriðið á milli bílastæða og handriðs. Veldur þetta því að þegar

komið er með börn í leikskólann þarf að ganga með þau fyrir aftan þá

bíla sem lagt er fyrir framan skólann. Voru þeir foreldrar sem sóttu

fundinn á einu máli um að þetta valdi mikilli slysahættu er komið er

með börn í leikskólann.

Nefndin gerir eftirfarandi ályktun varðandi málið:

„Fræðslunefnd leggur til við Hreppsnefnd að gengið verði frá aðgengi

beggja vegna bílastæða að inngangi leikskólans og með því öryggi

gangandi vegfaranda tryggt“

c) Formaður las upp bréf frá Jóni Mar Guðmundssyni dags. 24. febrúar

2005 sem er svar við fyrirspurnum nefndarinnar. Bergur svaraði

fyrirspurn Jóns varðandi ástæðu þess að hann taldi að eftirlit vantaði í

búningsklefum. Bergur spurðist fyrir vegna ábendinga frá bæjarbúum.

d) Ólafur lagði fram grein eftir Bryndísi Schram um árangur í skólastfi í

Finnlandi. Umræðum um greinina frestað til næsta fundar.

e) Snæbjörn greindi frá ráðstefnu sem hann sótti um drengjamenningu.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:10

Getum við bætt efni síðunnar?