Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 25. apríl 2005 kl. 18:00 - 19:00 Iðndal 2

Mættir: Bergur Álfþórsson, Kjartan Hilmisson, Hanna Helgadóttir, Salvör

Jóhannesdóttir, María Hermannsdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði

fundargerð

Ólafur Tryggvi Gíslason og Helga Friðfinnsdóttir boðuðu forföll

Fundur settur kl. 18:00

1. Könnun á viðhorfum og óskum foreldra til leikskólans Suðurvalla

Formaður gaf Salvöru og Maríu orðið. Kynntu þær framkvæmd og niðurstöður úr

könnun á meðal foreldra leikskólabarna. Það sem þær töldu hvað jákvæðast við

niðurstöður könnunarinnar er að 98% foreldra telja viðmót starfsfólks sé jákvætt,

og 94% foreldra telja börnin vera ánægð í leikskólanum. Búið að bregðast við

niðurstöðum vegna skólamáltíða, þar sem nokkurar óánægju gætti, og bæta inn

ávaxtabita tvisvar sinnum á dag. Búið er að fara yfir hvað má einna helst bæta og

taka það fyrir á deildarfundum. Meðaleinkun sem leikskólinn fékk í könnuninni er

8,23 sem er bæting frá fyrra ári en þá var einkunin 7,5. Í ár tóku 64% foreldra þátt

í könnuninni samanborið við 50% í fyrra.

 

2. Innflytjendur og leikskólinn

Formaður kynnti fulltrúum frá leikskólanum hvað fram fór á málþingi á vegum

RKÍ, HÍ, KHÍ, og Alþjóðahúss. Salvör kynnti skýrslu sem send er Hagstofu

Íslands á hverju ári í desember. Í desember síðastliðnum voru fimm börn sem

höfðu annað móðurmál en íslensku. Fjórir drengir og ein stúlka. Leikskólinn

vinnur með öllum björnum að markvissri málörvun, börn sem koma inn og tala

ekki neina íslensku fá svo sérstaka athygli. María fór nánar yfir hvernig unnið er í

markvissri málörvun innan leikskólans. Ef virka málörvunin er ekki nægjanleg

fyrir börnin er gripið til sérkennslu sem viðbót við það sem fram fer í

leikskólanum. Túlkur frá Alþjóðahúsi kemur tvisvar á ári í foreldraviðtöl með

erlendum foreldrum.

3. Umræður um grein Bryndísar Schram, Hvað getum við lært af Finnum?

Umræðum frestað vegna fjarveru frummælanda Ólafs Tryggva Gíslasonar.

 

4. Önnur mál

a) Bergur spurðist fyrir um fluttning barna af leikskóla á slysadeild ef

ekki næst í foreldra. Umræður um málið. Fram kom meðal annars að

allir starfsmenn hefðu farið á ýtarlegt skyndihjálpar- og

slysavarnarnámskeið.

b) Kjartan spurði hvort það skapaði vandræði hversu stór hluti foreldra

vinni utan byggðarinnar. Salvör og María töldu ekki hafa reynt á það.

c) Salvör kynnti dagskrá náms- og kynnisferðar sem starfsmenn

leikskólans fara í til Danmerkur 12.-15. maí.

 

d) Kjartan tilkynnti að þetta yrði hans síðasti fundur þar sem hann væri

að flytja lögheimili sitt í Kópavog. Þakkaði hann samstarfið. Formaður

þakkaði Kjartani fyrir samstarfið.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?