Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 26. febrúar 2007 kl. 18:00 - 19:06 Iðndal 2

Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson og Ragnhildur Hanna

Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir:, María Hermannsdóttir,Salvör Jóhannesdóttir, Snæbjörn Reynisson skólastjóri,

Guðbjörg Kristmundsdóttir og Sigurður Rúnar Símonarson.

1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga

Hugmyndavinna nefndarmanna. Minnispunktar munu sendir nefndarmönnum rafrænt til

yfirferðar og frekari hugmyndavinnu fyrir næsta fund fræðslunefndar.

Skólastjóri afhendir vinnuplagg úr skólastefnu grunnskólans.

2. Önnur mál

A) Bréf frá Félagi Leikskólakennara dags.15.03.2007 um greinargerð um leikskólabyggingar

og fleira lagt fram til kynningar – nánari upplýsingar er að finna á ki.is.

B) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 22.12.2006 um breytingar á grunnskólalögum nr.

66/1995 og endurskoðaður almennur hluti aðalnámsskrár grunnskóla frá 1999, lagt fram

(málsnúmer 0701009).

C) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 03.2007. Kynning á námsdrögum aðalnámsskrár

grunnskóla- íslenska og aðalnámsskrá grunnskóla – náttúrufræði og umhverfismennt, lagt

fram (málsnúmer 0701009)

D) Bréf frá Menntamálaráðuneyti dags. 15.03.2007 um aðalnámsskrá grunnskóla lagt fram

(málsnúmer 0703025).

E) Tilkynning frá embætti forseta Íslands um Íslensku menntaverðlaunin lögð fram.

F) Skólastjóri upplýsir um stöðu nýsköpunarverkefnis sveitarfélagsins í grunnskólanum.

G) Skólastjóri afhendir bréf varðandi framúrkeyrslu á kennslustundafjölda. Erindinu vísað til

bæjarráðs.

H) Formaður greinir frá að búið er að auglýsa stöðu skóastjóra.

I) Nefndin fagnar samkomulagi K.Í. og launanefndar sveitarfélaga sem tryggir skólastarf

næsta skólaár.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:06

Getum við bætt efni síðunnar?