Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 20. ágúst 2007 kl. 18:00 - 19:22 Iðndal 2

Mættir voru:Áshildur Linnet, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Erla Lúðvíksdóttir, Sigurður Karl

Ágústsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir: Salvör Jóhannesdóttir, María Hermannsdóttir, Sveinn Alfreðsson, Þorbera

Fjölnisdóttir, Linda Sjöfn Sigurðardóttir og Guðrún Hreiðarsdóttir.

Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl. 18:00

 

1. Starfsmannamál grunnskóla.

Skólastjóri kynnir starfsmannamál skólans.

2. Bréf sunddeildar UMFÞ varðandi fyrirkomulag sundkennslu í Stóru-

Vogaskóla.

Varðandi fyrsta lið bréfsins var búið að afgreiða þetta í vor og stefna skólans er að

hafa sundkennsluna í samfellu allan veturinn.

Varðandi annan lið þá leggja skólastjórnendur áherslu á að það komi ekki eyður í

töflur yngstu barnanna en slíkt gæti þó orðið óhjákvæmilegt.

Fræðslunefnd styður að skólastjórnendur, UMFÞ og nemendur geri með sér

samning um undanþágu vegna skólasunds fyrir þau börn sem æfa 5 sinnum í viku

eða oftar. Að lágmarki sé gerð krafa um 80% mætingu.

3. Nýjungar í skólastarfi.

Skólastjóri kynnir nýungar í skólastarfi.

4. Skólareglur.

Skólastjóri kynnir skólareglur. Umræður um reglurnar og komið með ábendingar.

Í vinnu við SMT verða reglurnar endurskoðaðar og lagðar fyrir á fundi síðar.

Reglurnar að öðru leiti samþykktar.

Fulltrúar grunnskóla víkja af fundi kl.19:00

Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl.19:00

 

5. Starfsmannamál leikskóla.

Leikskólastjóri greinir frá ástandi mála á leikskólanum. Enn vantar 4 starfsmenn.

6. Skóladagatal leikskóla.

Leikskólastjóri leggur fram skóladagatal til samþykktar. Dagatalið samþykkt.

Verður tekið til endurskoðunar vegan fjórða starfsdags á næsta fundi

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:22

Getum við bætt efni síðunnar?