Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

20. fundur 15. október 2007 kl. 18:00 - 20:20 Iðndal 2

Mættir voru:Áshildur Linnet, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Bergur Álfþórsson, Sigurður Karl

Ágústsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð í tölvu.

Einnig mættir:Guðrún Jónsdóttir bókavörður, Sveinn Alfreðsson skólastjóri, Salvör

Jóhannesdóttir leikskólastjóri, Oddný Þóra Baldvinsdóttir fulltúi leikskólakennara, Þorbera

Fjölnisdóttir og Guðrún Hreiðarsdóttir fulltrúar grunnskólakennara, Jóngeir Hlinason fulltrúi

foreldra grunnskólabarna og Íris Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Fulltrúi bókasafns mætir til fundar kl. 18:00

1. Málefni bókasafns – tæki og búnaður.

Rætt um búnað og tæki.

Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að gerð verði úttekt á

hljóðeinangrun á milli bókasafns og skóla vegna ónæðis á skólatíma.

Bókavörður upplýsir um höfðinglega bókagjöf til safnsis frá Hitaveitu Suðurnesja.

Fræðslunefnd þakkar HS þessa góðu gjöf.

Fulltrúi bókasafns víkur af fundi kl. 18:20.

Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl. 18:20

2. Fyrirspurn frá nefndarmönnum.

Spurt var um reglur í matsal. Skólastjóri svarar fyrirspurn.

3. Vettvangs og skólaferðalög nemenda.

Lögð er fram orðsending frá menntamálaráðuneyti dags.1.10.2007. Fræðslunefnd

beinir þeim tilmælum til skólastjóra að hann forgangsraði vettvangsferðum

nemenda innan fjárhagsramma skólans og sé þar byggt á námslegu gildi ferða.

Óskað eftir tillögum á næsta fundi nefndarinnar.

4. Námsver.

Skólastjóri kynnir hugmyndir um námsver sem hluta af agastjórnunarkerfi við

skólann.

5. Búnaður grunnskóla.

Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til skólastjóra að hann vinni lista yfir

nauðsynlegar endurbætur á búnaði skólans og setji upp í forgangsröð til þriggja

ára og leggi fyrir næsta fund nefndarinnar.

6. Starfsmannamál og breytingar á kennslufyrirkomulagi.

Skólastjóri kynnir stöðu mála.

 

Fulltrúar grunnskólans víkja af fundi kl. 19:30

 

2

Fulltrúar leikskólans mæta til fundar kl. 19:30.

7. Starfsmannamál.

Skólastjóri kynnir stöðu mála.

 

8. Búnaður leikskóla.

Lagður fram listi yfir nausynlega endurnýjun og endurbætur á búnaði skólans.

 

9. SOS foreldrafærni.

Umræður um rámskeið og ákveðið að bera saman SOS og PMT-agakerfin og

möguleika á námskeiðahaldi. Frekari umræðum frestað til næsta fundar.

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl. 20:13

 

10. Skólamálaþing sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þingið verður haldið á Hotel Nordica föstudaginn 30.nóvember n.k. Fulltrúar

nefndarinnar hvattir til að fara á þetta þing.

 

11. Verklagsreglur fræðslunefndar.

Umræður um verklagsreglur nefndarinnar. Farið yfir erindisbréf.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:20

Getum við bætt efni síðunnar?