Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 19. nóvember 2007 kl. 18:00 - 18:53 Iðndal 2

Mættir voru:Bergur Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Íris Bettý

Alfreðsdóttir og Jóhanna Lára Guðjónsdóttir. Erla ritar fundargerð í tölvu.

Einnig mættir: Sveinn Alfreðsson skólastjóri, Salvör Jóhannesdóttir leikskólastjóri, María

Hermannsdóttir fulltúi leikskólakennara, Sigríður Ragna Birgisdóttir og Guðrún Hreiðarsdóttir

fulltrúar grunnskólakennara, Jóngeir Hlinason fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Íris

Pétursdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

 

1. Niðurstaða úr ,,Hljóm 2“ prófum í leikskóla.

María kynnir nefndinni niðurstöður úr ,,Hljóm 2” prófum.

,,Hljóm 2” próf er málþróskapróf fyrir elstu börn á leikskólaaldri og getur gefið

vísbendingar um lestrarfærni. María fer yfir aðferðarfræðina, og kynntar voru

niðurstöður síðustu tveggja ára.

 

2. ,,Skólar á grænni grein”, erindi frá Landvernd.

Erindið, sem snýst um umhverfisverkefni fyrir leik- og grunnskóla kynnt.

Skólastjórnendur eru hvattir til að kynna sér málið sérstaklega m.t.t. þess hvort

vænlegt sé að taka upp vinnu við verkefnið á síðari stigum.

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl. 18.27

 

3. Erindi frá bæjarstjórn vegna íslenskukennslu.

Afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar.

4. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.

Formaður segir frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og leggur fram ritið

,,Skólaskýrsla 2007” og hvetur nefndarmenn til að kynna sér það.

5. Skólaþing sveitarfélaga.

Formaður minnir nefndarmenn á skólaþing sveitarfélaga sem fram fer 30.

nóvember og hvetur nefndarmenn til þáttöku, skráningarfrestur á þingið rennur út

26. nóvember.

Fundi slitið, Kl: 18:53

Getum við bætt efni síðunnar?