Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

26. fundur 21. apríl 2008 kl. 18:00 - 19:34 Iðndal 2

Mættir voru: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og

Sigurður Karl Ágústsson. Bergur ritar fundargerð í tölvu.

Einnig mættir: Svava Bogadóttir verðandi skólastjóri Stóru-Vogaskóla, Sveinn Alfreðssson

skólastjóri, Sigríður Ragna Birgisdóttir og Guðrún Margrét Hreiðarsdóttir fulltrúar

grunnskólakennara, Jóngeir Hlinason fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Salvör Jóhannesdóttir

leikskólastjóri og María Hermannsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla.

Fulltrúar grunnskóla víkja af fundi kl 18:37. Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl 18:40

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl 19:21

1. Tilvonandi skólastjóri kynnir sig.

Svava Bogadóttir, nýráðinn skólastjóri kynnir sig og áherslur sínar.

Fræðslunefnd býður Svövu velkomna, og væntir mikils af samstarfinu við hana í

framtíðinni.

2. Skólanámsskrá Stóru-Vogaskóla.

Skólastjóri fer yfir vinnu við gerð skólanámsskrár, stefnt er að því að heildarnámsskráin

verði lögð fram fyrir næsta fund nefndarinnar.

3. Stundartöflugerð Stóru-Vogaskóla.

Skólastjóri fer yfir vinnu við gerð stundartaflna næsta skólaárs.

4. Bréf frá Dagmar J. Eirkíkdsóttur og Halldóri H. Halldórssyni

Bréfið rætt.

5. Skólamálastefna Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.

Skólamálastefnan lögð fram til kynningar. Nefndarmenn eru hvattir til að kynna sér

skólamálastefnuna á vef sambandsins.

6. Inntökureglur í leikskólann.

Drög að inntökureglum í leikskólann lögð fram og rædd. Stefnt að afgreiðslu reglnanna á

næsta fundi nefndarinnar.

7. Undirbúningsvinna næsta skólaárs, skóladagatal leikskólans.

Skólastjórnendur upplýsa um vinnu við undirbúning næsta skólaárs og eru hvattir til

samstarfs við skólastjórnendur grunnskóla um dagsetningar skipulagsdaga.

8. Staða leikskólastjóra.

Salvör Jóhannesdóttir hefur sagt starfi sínu lausu og mun brátt róa á ný mið. Salvöru eru

þökkuð góð störf og farsælt samstarf við fræðslunefnd. Fræðslunefnd óskar Salvöru

velfarnaðar á nýjum vettvangi.

9. Tilnefning á fulltrúa fræðslunefndar í “Heilsuefling”. Samstarf við Lýðheilsustöð í

verkefninu “Allt hefur áhrif”

Fræðslunefnd tilnefnir Áshildi Linnet.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:34

Getum við bætt efni síðunnar?