Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

31. fundur 15. september 2008 kl. 18:00 - 18:50 Stóru-Vogaskóla

Mættir voru: Áshildur Linnet, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Ágústsson, Svava

Bogadóttir, Þorvaldur Árnason, Jóngeir Hlinason, María Hermannsdóttir, Kristín

Gísladóttir og Brynhildur Hafsteinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð

1. Skólastefna verkefnisáætlun.

Formaður segir frá vinnu sem farin er af stað. Að settur verði af stað vinnuhópur

sem vinnur að verkefniáætlun. Tillagan samþykkt samhljóða

2. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu. Tilkynning um úttekt á

sjálfsmatsaðferðum.

Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneyti dags. 1. september varðandi úttekt á

sjálfsmatsaðferðum. Svava segir frá þerri vinnu sem er í gangi. Segir frá öllum

þeim könnunum sem eru í boði. Úttektarnefndin mætir 30. september.

3. Tillögur að stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum

innflytjenda.

Miklar og góðar umræður. Fræðslunefnd leggur til að stefna í innflytjendamálum

sé innbyggð í stefnu sveitarfélagsins á öllum sviðum varðandi þjónustu við íbúa.

Við vinnslu á skólastefnu sveitarfélagsins verði þess gætt að málefni innflytjenda

verði skoðuð með hliðsjón af stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Frekari umræðum um málefni innflytjenda í leik- og grunnskóla frestað.

4. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og

héruðum.

Lagt fram.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18.50

Getum við bætt efni síðunnar?