Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

36. fundur 03. mars 2009 kl. 18:05 - 18:50 leikskólanum Suðurvöllum

Mættir: Áshildur Linnet, Brynhildur Hafsteinsdóttir , Jóhanna Guðjóndóttir, Svava Bogadóttir, Guðbjörg

Kristmundsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Jóngeir Hlinason, María Hermannsdóttir, Oddný Baldursdóttir,

Íris Pétursdóttir og Erla Lúðvíksdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundur settur kl. 18:05

 

1. Aðgengismál blindra og sjónskertra

Lögð fram skýrsla um aðgengismál blindra- og sjónskertra í Stóru-Vogaskóla. Umræður um

málið.

Þorvaldur mætir kl. 18.15

Svava fór yfir skýrslur frá Heilbrigðiseftirlitinu og Sjóvá.

Unnið er að úrbótum í skólanum.

2. Þátttaka í skólavoginni

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 13. janúar um þátttöku í skólavoginni 2009.

Svava kynnti spurningalista sem verða lagðir fyrir foreldra og börnin um matinn í skólanum.

Fulltrúar leikskóla og Guðbjörg mættu til fundar kl. 18:20.

3. Skóladagatal

Umræða um skóladagatöl grunn- og leikskóla.

Fræðslunefnd leggur til við skólastjóra grunn- og leikskóla að samræma starfsdaga skólanna.

Jafnframt leggur fræðslunefnd til við bæjarráð að samþykkt verði að leikskólinn Suðurvellir fái

fjóra starfsdaga á komandi skólaári líkt og á þessu skólaári. Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar grunnskóla véku af fundi kl. 18: 25.

4. Ársskýrsla Suðurvalla

Lögð fram ársskýrsla Suðurvalla. María kynnti skýrsluna.

Fræðslunefnd þakkar stjórnendum Suðurvalla fyrir góða skýrslu sem veitir yfirsýn yfir starfsemi

skólans.

5. Viðhorfskönnun starfsmanna

Skólastjóri kynnir viðhorfskönnun og móttökuáætlun nýrra starfsmanna og starfsmannaviðtöl.

Fræðslunefnd óskar stjórnendum til hamingju með góðan starfsanda í skólanum með von um að

góðu starfi verði fram haldið á komandi árum.

Fulltrúar leikskóla véku af fundi kl.18:40.

6. Skólastefna

 

Farið yfir verkefni á næsta hugarflugsfundi samráðshóps um skólastefnu sem haldinn verður í

Álfagerði 25. mars kl. 17:00-19:00.

7. Bréf sem borist hafa

Lagt fram bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dags. 6. janúar, ályktun um stöðu

tónlistarskólanna.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?