Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

37. fundur 20. apríl 2009 kl. 17:00 - 18:24 Stóru-Vogaskóla

Mættir voru: Bergur Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Íris Bettý

Alfreðsdóttir og Sigurður Karl Ágústsson . Bergur ritar fundargerð í tölvu.

Einnig mættir: Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru-Vogaskóla, og Guðbjörg Kristmundsdóttir

fulltrúi grunnskólakennara, Jóngeir Hlinason fulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri mætir til fundarins kl 17:23

Þorvaldur Örn Árnason fulltrúi kennara mætir til fundarins kl 17:25.

 

1. Erindi vísað til fræðslunefndar frá bæjarráði

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. apríl. Hagræðingaraðgerðir í skóla- og

fræðslumálum.

Minnisblað frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi með

menntamálaráðherra.

Skýrsla um Vímaefnaneyslu íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007.

http://www.espad.is/

Erindin lögð fram til kynningar.

Guðbjörg víkur af fundi kl. 17:20

Íris Bettý mætir til fundarins kl. 17:56

2. Úthlutun kennslustunda fyrir skólaárið 2009-2010.

Skólastjóri fer yfir tillögur um kennslustundafjölda og stjórnunarkvóta.

Fræðslunefnd leggur til að tillaga skólastjóra um kennslustundir skólaársins 2009-2010

verði samþykkt.

Meirihluti fræðslunefndar leggur til að hlutfall deildarstjórnunar verði lækkað.

Minnihluti nefndarinnar treystir faglegu mati skólastjórnenda og leggur til að farið verði

eftir þeim tillögum sem þeir leggja fram.

 

Róbert víkur af fundi kl 18:11

Þorvaldur víkur af fundi kl 18:12

Skólastjóri dreifir tillögu að skóladagatali skólaársins 2009-2010 til kynningar, tekið fyrir

á næsta fundi nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18: 24

Getum við bætt efni síðunnar?