Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

38. fundur 25. maí 2009 kl. 19:10 - 20:40 Álfagerði

Mættir: Áshildur Linnet, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir,Svava

Bogadóttir, María Hermannsdóttir, Oddný Baldvinsdóttir,f Þorvaldur Árnason,

Guðbjörg Kristmundsdóttir, Jóngeir Hlynason og Erla Lúðvíksdóttir sem jafnframt ritar

fundargerð í tölvu

Fundur settur kl.19.10

 

1. Leikskólalóð

Leikskólastjóri kynnir hugmyndir starfsmanna að breytingum á lóð leikskóla.

Fræðslunefnd fagnar tillögum starfsmanna og beinir því til bæjarráðs að farið

verði í að kostnaðarmeta framkvæmdir á leikskólalóð, teikna upp framkomnar

hugmyndir og gera framkvæmdaáætlun.

2. Starfsmannahald í leik- og grunnskóla næsta skólaár

Leikskólastjóri leggur framm stöðugildasamantekt.Fræðslunefnd leggur til að

leikskólastjóri fái leyfi til að auglýsa eitt stöðugildi tímabundið vegna

afleysinga í fæðingarorlofi. Og jafnframt heimild til að auka stöðugildi úr 93% í

100%.

Skólastjóri kynnir stöðu starfsmannamála í grunnskóla, farið yfir umsóknir um

kennararáðningar. Rætt um starf stuðningsfulltrúa. Fræðslunefnd leggur til við

bæjarráð, samkvæmt beiðni skólastjóa, að heimild verði veitt til að auka

starfhlutfall hjá starfsmanni sveitafélagsins úr 50% í 80% og að viðkomandi

starfsmaður flytjist úr félagsmiðstöðinni yfir í starf stuðningsfulltrúa við

skólann.

3. Skóladagatöl leik- og grunnskóla

Leikskólastjóri og skólastjóri leggja fram skóladagatöl. Fræðslunefnd fagnar

því að þrír starfdagar séu sameiginlegir, skóladagatölin samþykkt samhljóða.

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl.19:45

4. Skólavogin – kynning á niðurstöðum og næstu skref.

Skólastjóri fer yfir og kynnir niðurstöður. Fram kom að niðurstöðurnar verða

nýttar til mats og markmiðasetningar í skólastarfinu.

5. Skjálfsmatsáætlun grunnskóla

Drög að sjálfsmatsáætlun lögð fram til kynningar. Umræður um sjálfsmat.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:40

Getum við bætt efni síðunnar?