Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

40. fundur 17. ágúst 2009 kl. 17:30 - 18:50 Stóru-Vogaskóla

Mættir: Áshildur Linnet, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður

Ágústsson, Svava Bogadóttir, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Jóngeir Hlinason, María

Hermannsdóttir, Oddný Baldursdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Erla Lúðvíksdóttir sem

jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundur settur kl. 17.35.

Írís Bettý mætti til fundar kl: 17.45.

 

Málefni leikskóla

 

1. Vistunartími

María kynnti hugmynd að foreldrar sem sæki börn sín eftir að

umsömdum vistunartíma líkur greiði gjald fyrir að sækja of seint.

Fræðlunefnd styður framkomna hugmynd og vísar henni til

bæjarráðs sem í samráði við stjórnendur vinni að útfærslu.

Fræðsunefnd leggur til að breytingar verði vel kynntar foreldrum og

forráðarmönnum, nái þær fram að ganga.

 

Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl.17.50.

 

2. Bréf frá félagi fagfólks í frítímaþjónustu

Bréfið lagt fram.

3. Drög að skólastefnu

Umræður um drögin. Formaður hvetur alla fulltrúa til að senda inn

hugmyndir til bæjarritara fyrir fund verkefnisstjórnar næstkomandi

fimmtudag.

 

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl. 18.05.

4. Starfsmannamál grunnskóla

Skólastjóri kynnti starfsmannamál grunnskólans á skólaárinu sem nú

er að hefjast.

Skólastjóri lagði fram staðfestingu um ráðningu kennara fyrir bekk á

miðstigi. Fræðsunefnd gerir ekki athugasemd við ráðninguna.

5. Næsti skólavetur

Skólastjóri kynnti starfsfyrirkomulag næsta veturs. Nýjar áherslur

eru m.a. aukin tónlistarkensla, leiklist, þemanám og nokkur

 

samvinnuverkefni m.a. um samskipti við erlenda skóla.

Fræðslunefnd fagnar þeim fjölbreytileika og metnaði sem er í starfi

skólans.

 

Fulltrúar grunnskóla viku af fundi kl. 18.30.

Fulltrúi bókasafns mætti til fundar kl. 1830.

6. Málefni bókasafns

Bókavörður fór yfir starfsemina næsta vetur. Rætt um frekari eflingu

bókasafnsins. Bókavörður greindi frá því að starfsemin gangi vel.

Bókavörður kynnti útlánstölur og samanburð við sambærileg

bókasöfn.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18.50.

Getum við bætt efni síðunnar?