Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

41. fundur 14. september 2009 kl. 18:00 - 19:30 Stóru-Vogaskóla

Mættir voru:, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Oddur Ragnar Þórðarson, Íris Bettý Alfreðsdóttir,

Sigurður Ágústsson, Svava Bogadóttir, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Jóngeir Hlinason, María

Hermannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð í

tölvu.

Fundur settur kl. 18:10

Sérstakur gestur undir fyrsta lið er Eirný Valsdóttir

1. Fjárhagsáætlanagerð

Eirný Valsdóttir kynnti gerð fjárhagsáætlunar og fór yfir tekjuhorfur sveitarfélagsins á

næstu arum. Meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar vinna saman að gerð áætlunar til

næstu fjögurra ára og óska nú eftir hugmyndum frá fagnefndum um nálgun í

fjárhagsáætlunargerð.

Brynhildur mætti til fundar kl. 18:15

Hugarflug um möguleika til sparnaðar.

2. Bréf grunnskóla til bæjarráðs

Svava fór yfir tvö bréf sem hún ráðgerir að senda bæjarráði annars vegar vegna húsaleigu

og hins vegar vegna sérstakra nemenda. Bréfin lögð fram.

3. Starfsáætlun leikskóla

María kynnti starfsáætlun leikskóla.

Fræðslunefnda þakkar fyrir mjög góða og skýra starfsáætlun og óskar starfsfólki leikskóla

til hamingju með starfsáætlunina.

4. Stofnun foreldraráðs í leikskóla

María greindi frá undirbúningi að stofnun foreldraráðs, beðið er eftir reglugerð frá

Menntamálaráðuneytinu. Lögð verður til stofnun foreldraráðs á foreldrafélagsfundi

miðvikudaginn 23. September kl. 20:00. Starfið verður miðað við lögin og lagað að

reglugerðinni þegar hún lítur dagsins ljós.

Formaður greindi frá því að opinn fundur um skólastefnu verður haldinn í Álfagerði

miðvikudaginn 23. september. Allir nefndarmenn og áheyrnafulltrúar eru hvattir til að mæta.

Jóngeir greindi frá því að formennsku hans í foreldrafélaginu er að ljúka og því er setu hans í

fræðslunefnd að ljúka. Jóngeiri þakkað kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?