Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

43. fundur 16. nóvember 2009 kl. 18:00 - 18:55 Stóru-Vogaskóla

Mættir: Áshildur Linnet, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Karl Ágústsson, Guðrún Jónsdóttir, Jón Ingi

Baldvinsson, Guðbjörg Kristmundsdóttir, María Hermannsdóttir, Oddný Baldvinsdóttir og Bergur

Álfþórsson sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundur settur kl. 18

Fulltrúar grunnskóla og bókasafns mættui til fundar kl. 18:00

1. Bókasafn og skólabókasafn.

Bókavörður fer yfir dagskrá bókasafns sem er framundan.

Guðrún Jónsdóttir víkur af fundi kl 18:11

2. Kynning á verkefnum í Stóru-Vogaskóla.

Jón Ingi kynnti Comeniusarverkefni sem unnið er að í grunnskóla og stendur yfir í 2 ár.

4 kennarar munu taka þátt í verkefninu fyrir hönd Stóru-Vogaskóla, verkefnið er kostað af

Evrópusambandinu.

Skólinn mun einnig vinna verkefnið „Spinnum saman, höfum gaman“ í samstarfi við

Myllubakkaskóla, verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Jón Ingi upplýsir um umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna nemenda sem þarfnast

sértækra úrræða.

Jón Ingi fer yfir agastjórnun og fl.

3. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23. október, 2009.

Bréf um sameiginlega hvatningu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga

til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegrar rannsóknarniðurstaða í skólastarfi.

Bréfið lagt fram.

Fulltrúar grunnskóla véku af fundi og fulltrúar leikskóla mættu til fundar kl. 18:40

4. Niðurstöður úr Hljóm 2-prófi

Leikskólastjóri kynnti niðurstöður úr Hljóm 2 prófi

5. Starfsmannamál leikskóla.

Leikskólastjóri fer yfir starfsmannamál og vinnureglur við ráðningar. Fræðslunefnd fagnar því að

skýrir reglur séu fyrir hendi um ráðningarferli.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:55

Getum við bætt efni síðunnar?