Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

45. fundur 15. febrúar 2010 kl. 18:10 - 19:15 Stóru-Vogaskóla

Mættir: Áshildur Linnet, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Sigurður Ágústsson, Íris Bettý

Alfreðsdóttir, María Hermannsdóttir, Oddný Baldursdóttir, Svava Bogadóttir,

Magnús Steingrímsson og Bergur Álfþórsson sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundur settur kl. 18:05

 

1. Ársskýrsla leikskóla 2009

Ársskýrslan lögð fram og rædd. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar

upplýsingar um starf leikskóla á árinu 2009

2. Morgunverður í leikskóla

Leikskólastjóri gerði grein fyrir breittu fyrirkomulagi á morgunverði en nú er

hafragrautur í morgunmat alla morgna ásamt ýmsu meðlæti.

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl 18:32

Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl 18:35

3. Fjárhagsleg endurskipulagning grunnskóla

Skólastjóri fór yfir fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir.

4. Fundarboð og forföll

Formaður fræðslunefndar lætur færa til bókar:

Formaður fræðslunefndar harmar umræðu bæjarfulltrúans Írisar Bettýar

Alfreðsdóttur á 44. fundi bæjarstjórnar þann 12. desember síðastliðinn. Á

fundinum gaf bæjarfulltrúinn í skyn að formaður fræðslunefndar stæði í vegi fyrir

því að varafulltrúar H-lista væru boðaðir til fundar. Þetta er með öllu rangt.

Ástæða þess að ekki var boðaður varamaður fyrir fulltrúa H-lista á 44. fund

fræðslunefndar var að fulltrúinn, Sigurður Ágústsson, afboðaði sig ekki símleiðis

eins og tekið var fram í fundarboði. Formaður telur það vera menntamálum

sveitarfélagsins til framdráttar að sem flestir hafi aðkomu að málaflokknum og því

aldrei hvarflað að formanni að koma í veg fyrir þátttöku fólks á þessum vettvangi.

Jafnframt er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt sveitarstjórnarlögum er

nefndarmönnum skylt að sækja fundi nema lögmæt forföll hamli. Hingað til hefur

ekki tíðkast að kanna lögmæti forfalla, heldur varamenn boðaðir í samstarfi

formanns viðkomandi nefndar og hins forfallaða nefndarmanns.

Formaður harmar jafnframt að bæjarfulltrúinn skuli ekki hafa rætt meinta

óánægju sína við formann persónulega, eða á fundi fræðslunefndar, heldur vegið

að heiðri formanns með þeim hætti sem gert var á bæjarstjórnarfundi þar sem

bæjarfulltrúa mátti vera ljóst að formaður fræðslunefndar gæti ekki svarað fyrir sig

enda ekki með seturétt á umræddum bæjarstjórnarfundi. Til að tryggja sátt í

 

boðun varamanna leggur formaður eftirfarandi tillögu fram við fundinn: „Fulltrúar

í fræðslunefnd sveitarfélagsins Voga sem af einhverjum ástæðum forfallast á fundi

skulu boða varamann sinn til setu á fundinum en jafnframt tilkynna formanni um

forföll sín.“

Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum, tveir á móti.

Íris Bettý Alfreðsdóttir vill að fram komi að hún hafi gert athugasemd strax við

formann fræðslunefndar eftir umræddann fund.

Fulltrúar H-lista lýsa yfir að þeir telji það í verkahring formanns fræðslunefndar að

boða fræðslunefndarfundi og ef fulltrúi komist ekki þá boða varafulltrúa.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?