Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

48. fundur 07. júní 2010 kl. 18:05 - 19:15 Stóru-Vogaskóla

Mættir: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Sigurður Ágústsson, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir, Svava

Bogadóttir, Þorvaldur Árnason, Oddný Baldvinsdóttir, María Hermannsdóttir og Erla Lúðvíksdóttir

sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu

Fundur settur kl. 18:05

1. Starfsmannamál leikskóla

María fór yfir starfsmannamál, lagði fram minnisblað yfir stöðugildi árið 2010 – 2011.

2. Reglur um úthlutun leikskólavistar

María fór yfir reglurnar og lagði til að skýrð verði ákvæði um uppsagnarfrest og

hámarksvistun.

Samþykkt að gagnkvæmur uppsagnarfrestur á leikskólaplássi verði 30 dagar og skal

miðað við að uppsögn skilist fyrir 1 eða 15 hvers mánaðar. Felld skuli niður ákvæði um

hámarksvistun.

Endurskoða þarf reglurnar í heild, frekari umræðum frestað til næsta fundar.

 

3. Starfsmannamál grunnskóla

Svava fer yfir starfsmannamál. Næsta vetur verða 27 kennarar við skólann. Kennarar með

réttindi eða annað háskólanám eru 24.

Fræðslunefnd fagnar háu hlutfalli réttindakennara og háskólamenntaðra kennara.

Bókasafns- og upplýsingafræðingur hefur verið ráðinn til starfa.

4. Tónlistarskóli í Stóru Vogaskóla

Tónlistarkennari hefur verið ráðinn til starfa. Fræðslunefnd í samstarfi við skólastjóra mun

vinna að því að formfesta stofnun tónlistarskóla eftir því sem lög og reglur gera ráð fyrir.

5. Skólaslit og viðurkenningar til nemenda

Fræðslunefnd fagnar sýnilegum árangri nemenda við skólaslit Stóru-Vogaskóla þann 3 júní

síðastliðinn.

Niðurstöður skólavogarinnar hafa borist, umræðum um niðurstöður frestað til næsta

fundar.

 

6. Lóð leikskólans

Mikil ánægja meðal starfsmanna og barna. Fræðslunefnd óskar leiksólanum innilega til

hamingju með lóðina og þakkar starfsmönnum kærlega fyrir framlag þerra við hönnun

hennar.

Nefndarmenn fara í kynnisferð um lóðina og prófa leiktækin.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?