Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

53. fundur 02. júní 2011 Stóru-Vogaskóla

Nefndarmenn:

Atli Þorsteinsson, Erla Lúðvíksdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Jóngeir Hjörvar Hlinason og Júlía Rós

Atladóttir.

Fulltrúi grunnskóla: Svava Bogadóttir. Fulltrúi leikskóla: María Hermannsdóttir.

Áheyrnafulltrúar frá grunnskóla: Guðbjörg Kristmundsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason.

Dagskrá fundarins:

1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga. Formlegt mat á stefnunni og þörf á endurskoðun.

2. Stofnun sérdeildar við Stóru-Vogaskóla. Erindi frá skólastjóra.

3. Niðurstöður foreldrakönnunar leikskóla.

Umræður:

1. Málefni grunnskóla

1.a. Farið var yfir skólastefnu sveitarfélagsins með Svövu Bogadóttur skólastóra Stóru-Vogaskóla,

farið var yfir hvaða leiðir skólinn hefur verið að fara til að ná markmiðum í skólastefnunnu og hvaða

leiðir þarf að leggja meiri áherslur á. Almennt er skólinn að vinna eftir markmiðum í skólastefnunni.

1.b. Svava ræddi um stofnun sérdeildar við Stóru-Vogaskóla. Fræðslunefndin leggur til að bæjarráð

sveitarfélagsins skoði hvort ódýrara sé að stofna sérdeild við Stóru-Vogaskóla frekar en að senda

nemendur í Björg með tilheyrandi kostnaði. Fræðslunefnd leggur til að stofnuð verði sérdeild við

Stóru-Vogaskóla ef með því næst sparnaður og telur jafnframt að það sé besti kosturinn fyrir

nemendur.

2. Málefni leikskóla

2.a. María fór yfir niðurstöður úr foreldrakönnun. Fræðslunefnd lýsti ánægju sinni með góðar

niðurstöður.

2.b. Farið var yfir skólastefnu sveitarfélagsins með Maríu Hermannsdóttur leikskólastjóra Suðurvalla,

farið var yfir hvaða leiðir skólinn hefur verið að fara til að ná markmiðum í skólastefnunnu og hvaða

leiðir þarf að leggja meiri áherslur á. Almennt er skólinn að vinna eftir markmiðum í skólastefnunni.

Erla fór af fundi 19:30

 

Júlía Rós Atladóttir

Varaformaður fræðslunefndar sveitarfélagsins Voga.

02.06.11

Getum við bætt efni síðunnar?