Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

56. fundur 20. febrúar 2012 kl. 17:30 - 18:45 Stóru-Vogaskóla

Fundur hefst kl 17:30.

Mættir: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Ágústdóttir, Jóngeir

Hjörvar Hlinason, Júlía Rós Atladóttir, María Hermannsdóttir, Svava Bogadóttir.

Júlía Rós Atladóttir ritar fundargerð á tölvu.

Bergur byrjar á setja fram eftirfarandi bókun:

Fundarboð 56. fundar fræðslunefndar barst sem vænta mátti í tölvupósti föstudaginn

síðasta.Fundarboðið var ófullkomið og gerði formaður fræðslunefndar nafngreindann

starfsmann sveitarfélagsins ábyrgann að ósekju fyrir ófullkomnu fundarboði.

Ég leyfi mér að benda á að formaður ber fulla ábyrgð á boðun funda, og þykir mér ekki

stórmannlegt af formanni að skjóta sér undan ábyrgð með þessum hætti.

 

1) Málefni Heilsuleikskólans Suðurvalla kl.: 17:30.

a) Hljóm-2 próf, María leikskólastjóri kynnti niðurstöður.

b) Skipulagsdagar, dagskrá. María lagði fram dagskrá síðasta starfsdag til

kynningar.

 

2) Málefni Stóru – Vogaskóla kl.: 18:00.

a) Starfsmannamál næsta vetur. Starfsmannastaðan er góð.

b) Uppsögn. Jón Ingi hættir sem aðstoðarskólastjóri en verður kennari í 49% starfi.

Fræðslunefndin þakkar Jóni Inga gyrir átatuga gott starf við Stóru-Vogaskóla.

c) Auglýst verður eftir aðstoðarskólastjóra sem þarf að hefja störf 1. ágúst 2012.

d) Skóladagatal 2012-2013 fyrstu drög kynnt.

e) Samstarf við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og áherslur næstu árin. Samstarfið fer

vel af stað.

f) Styrkur uppá 360.000 vegna ,,sérdeildar” (Riddaragarðs) við Stóru-Vogaskóla

hefur verið veittur.

g) Tölvumál. Skýrr mælir með að Stóru-Vogaskóli uppfæri kerfisleiguna. Tölvukerfið

hrundi í uppfærslunni þar sem tölvurnar eru svo gamlar. Það þarf að endurnýja 16

tölvur, beðið er eftir tilboðum.

3) Önnur málefni.

a) Bréf frá Kirkjuþingi lagt fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?