Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

60. fundur 17. desember 2012 kl. 18:00 - 19:30 Stóru-Vogaskóla

Fundur haldinn í fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 17.

desember 2012, kl. 18:00 í Stóru-Vogaskóla að Tjarnargötu 2.

Mættir nefndarmenn: Jóngeir Hjörvar Hlinason, formaður, Júlía Rós Atladóttir

og Bergur Álfþórsson,

Gestir fundarins: María Hermannsdóttir, Inga Þóra Kristinsdóttir, Margrét

Össurardóttir og Svava Bogadóttir.

Dagskrá:

1. Málefni Heilsuleikskólans Suðurvalla kl.: 18:00.

a) Biðlisti

Núna eru 14 börn á biðlista, 3 af þeim komast inn um áramót.

b) Eineltisáætlun

Kynnt var eineltisáætlun starfsmanna leikskólans. Fyrirlesari kemur á leikskólann eftir

áramót og heldur fyrirlestur um einelti fyrir starfsmenn og foreldra.

c) Dagskrá skipulagsdaga.

María leikskólastjóri fór yfir dagskrá skipulagsdaga leikskólans sem voru 13. ágúst og

7. nóvember 2012. Þar var m.a var rætt skipulag leikskólans, gæsla á útisvæði og

úrbótaáætlun kynnt. Námsferð starfsmanna er fyrirhuguð í mars 2013

2. Málefni Stóru – Vogaskóla kl.: 18:35.

a) Málefni bókasafns

Bókasafnsvörður verður í fríi 27. desember og bókasafnið lokað.

b) Skólanámskrá 2012-2013.

Svava kynnti skólanámskrána. Rædd var PALS lestraraðferðin, tónlistarskólinn,

viðbragðsáætlun gegn einelti og viðbragðsáætlun gegn óæskilegri hegðun.

c) Starfs- og sjálfsmatsáætlun 2012-2013.

Svava kynnti áætlunina

d) Niðurstöður samræmdra könnunarprófa.

Niðurstöður samræmdu prófanna í 4, 7 og 10 bekk kynntar. Niðurstöðu prófanna

komu vel út fyrir Stóru-Vogaskóla og sýna að framfarir eru í skólastarfi í Vogum.

e) Almennt um skólamálin t.d. nestismál.

 

Rætt var almennt um málefni skólans og m.a. var kynntur tölvupóstur sem sendur

hefur verið til foreldra um næringu og nesti.

 

Fundi slitið kl 19:30

Júlía Rós Atladóttir

ritari fræðslunefndar.

Getum við bætt efni síðunnar?