Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

62. fundur 15. apríl 2013 kl. 18:00 - 19:55 StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Jóngeir Hjövar Hlinason Formaður
  • Júlía Rós Atladóttir Varaformaður
  • Bergur Álfþórsson
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir
  • Sveindís Skúladóttir
  • Svava Bogadóttir skólastjóri
  • Oddný Þóra Baldvinsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • María Hermannsdóttir Leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri

Málefni leikskólans (1. - 2. mál) kl 18:00

Málefni grunnskólans (3. - 8. mál) kl. 18:30

Dagskrá:

1. 1304020 - Ársskýrsla 2012, Heilsuleikskólinn Suðurvellir.

Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir árið 2012 lögð fram. María

Hermannsdóttir leikskólastjóri fylgi skýrslunni úr hlaði og fór yfir helstu atriði hennar á

fundinum.

 

2. 1304027 - Biðlisti leikskólans

María Hermannsdóttir leikskólastjóri gerði grein fyrir og fór yfir stöðu biðlista

leikskólans. Í lok skólaársins munu 24 börn hætta í skólanum, en á biðlistanum eru nú

18 börn. Af þeim eru 4 börn sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Að óbreyttu

er fyrirsjáanlegt að stöðugildum mun fækka um 1-2 í lok skólaársins, fer eftir

aldurssamsetningu. Fyrirsjáanleg staða er því sú að biðlistinn mun tæmast og svigrúm

er til að bæta við börnum ef svo ber undir.

 

3. 1303046 - Niðurstöður könnunar v. innleiðingar aðalnámsskrár.

Lagður fram tölvupóstur Klöru Finnbogadóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarféalga,

ásamt yfirliti um stöðu innleiðingar aðalnámskrár í leik- og grunnskólum á

Suðurnesjum.

 

4. 1304019 - Sameiningarmál í væntanlegum 5. og 6.bekk skólaárið 2013-2014

Lagt fram minnisblað skólastjórnenda Stóru-Vogaskóla um væntanlega sameiningu 5.

og 6. bekkjar í eina bekkjardeild skólaárið 2013 - 2014. Einnig er í minnisblaðinu afrit

af bréfi sem skólastjórnendur sendu foreldrum þeirra barna sem eru í þessum tveimur

árgöngum. Fræðslunefnd er meðmælt því að umrætt fyrirkomulag verði viðhaft í

 

62 Fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga

 

Sveitarfélagið Vogar

 

2

 

skólastarfinu á næsta skólaári. Júlía Atladóttir bókar að hún sé ekki sammála og að

leitað verði annara leiða til lausnar málsins.

 

5. 1304028 - Spjaldtölvur (Ipad) í grunnskólanum

Með fundarboði var dreift afrit af kynningu frá fundi sem haldinn var nýverið í Stóru-

Vogaskóla þar sem farið var yfir hugsanlega spjaldtölvuvæðingu á vettvangi skólans.

Nefndin er jákvæð í afstöðu sinni til málsins og leggur til að áfram verði unnið að

skoðun þess.

 

6. 1304013 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni

Lagt fram bréf Námsmatsstofnunar dags. 4. apríl 2013 þar sem tilkynnt er að Stóru-

Vogaskóli hafi orðið fyrir valinu ásamt fleiri skólum þar sem ákveðið er að starf

skólans verði metið í samræmi við ákvæði grunnskólalaganna.

 

7. 1304029 - Sumarbúðir CISV

Lagt fram bréf Svövu Bogadóttur skólastjóra þar sem kynnt er samstarfsverkefni

skólans og samtakanna CISV (Children International Summer Villages) um að taka á

móti hópi barna á komandi sumri. Nefndin er jákvæð í afstöðu sinni til málsins og

leggur til að afnot af húsnæði skólans verði samþykkt.

 

8. 1304032 - Skóladagatal 2013-2014

Lagt fram skóladagatal grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014.

Getum við bætt efni síðunnar?