Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

87. fundur 20. janúar 2020 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, menningarfulltrúi
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfsmannamál Heilsuleikskólans Suðurvalla vorönn 2020

2001027

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir málið er fjallar um starfsmannaveltu leikskólans árin 2016-2019.
Lagt fram
Fræðslunefnd er ánægð með að starfsmannavelta leikskólans sé undir landsmeðaltali.

2.Leyfisbréf kennara

2001028

Ingvi Ágústsson formaður fræðslunefndar kynnir umfjöllun um hvort ástæða sé fyrir sveitarfélagið að bregðast við því á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum að um áramótin gengu í gildi lög sem kveða á um að leyfisbréf kennara gildi á öllum skólastigum, líkt og sum nágrannasveitarfélög hafa gert.
Lagt fram
Fræðslunefnd telur mikilvægt að bregðast við nýjum lögum um leyfisbréf kennara og lítur til nágrannasveitarfélaga í því samhengi. Þess vegna leggur nefndin til að Heilsuleikskólinn Suðurvellir verði lokaður milli jóla og nýárs og einnig á meðan á vetrarfríi grunnskólans stendur. Einnig leggur nefndin til að opnunartími leikskólans verði 7.30-16.30 og þessar breytingar taki gildi skólaárið 2020-21.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?