Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

64. fundur 20. janúar 2014 kl. 18:00 - 18:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason formaður
  • Bergur Álfþórsson
  • Sveindís Skúladóttir
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Oddný Þóra Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Össurardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingimar Jón Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Dagskrárliðir 1-4 tilheyra leikskóla, dagskrárliðir 5-6 tilheyrir grunnskóla.

1.Biðlisti janúar 2014

1401025

Lagt fram yfirlit um biðlista eftir leikskóla í janúar 2014. María Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir málið og kynnti. Á biðlistanum eru nú 6 börn.

2.Hljóm-2

1401023

Upplýsingar um skimunarprófið Hljóm-2 lagt fram og kynnt. Leikskólastjóri kynnti niðurstöður úr prófinu sem framkvæmt var haustið 2013 ásamt samanburði við niðurstöður prófa fyrri ára.

3.Viðhorfskönnun starfsmanna

1401024

Niðurstaða viðhorfskönnunar meðal starfsfólks leikskólans unnin í október 2013 lögð fram og kynnt. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu viðhorfskönnunarinnar.

4.Námskeiðshandbók - vorönn

1401030

Funda- og námskeiðahandbók leikskóla Hafnarfjarðar lögð fram og kynnt af leikskólastjóra.

5.Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni

1304013

Lagt fram minnisblað Svövu Bogadóttur skólastjóra um kynningu sem fram fór á dögunum á niðurstöðum ytra mats grunnskólans. Niðurstöður matsins verða birtar um leið og þær liggja fyrir í endanlegri skýrslu matsaðila.

6.Málefni tónlistarskóla

1401027

Svava Bogadóttir skólastjóri grunnskólans fór yfir og gerði grein fyrir starfsemi Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga, sem er starfræktur innan veggja grunnskólans. Nemendur tónlistarskólans eru allir nemendur grunnskólans, og eru nú 10 nemendur á biðlista eftir að komast að í hljóðfæranámi. Fræðslunefnd samþykkir að fela skólastjóra að gera úttekt á möguleika til aukningar á tónlistakennslu við skólann. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?