Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

80. fundur 19. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Anna Kristín Hálfdánardóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri embættismaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Hálfdán Þorsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ytra mat á leikskólum 2109

1810057

Umsókn um ytra mat leikskólans - svar Menntamálastofnunar
Kynnt umsókn sveitarfélagsins til Menntamálastofnunar um þátttöku í ytra mati á leikskólum 2018. Jákvætt svar hefur nú borist frá Menntamálastofnun og verður starfsemi leikskólans tekin til ytra mats haustið 2019.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu Menntamálastofnunar.

2.Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2018-2019

1811016

Starfsáætlun grunnskólans 2018 - 2019 fylgdi með fundarboði, og er lögð fram á fundinum. Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fór yfir helstu þætti áætlunarinnar með fundarmönnum.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni síðunnar?