Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

76. fundur 18. desember 2017 kl. 18:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður
  • Davíð Harðarson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Salóme Sigurðardóttir aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri embættismaður
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ályktun um stöðu barna.

1710012

Samráðsnefnd Félags stjórnenda í leikskólum sendir ályktun sína um stöðu barna til sveitarstjórnar og Fræðslunefndar
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

2.Hljóm-2 próf, niðurstöður

1703035

Leikskólastjóri kynnir niðurstöður Hljóm - prófa
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

3.Endurskoðun reglna vegna endurmenntunar leikskólakennara

1712020

Leikskólastjóri gerir grein fyrir tillögum að breyttum reglum varðandi endurmenntun leikskólakennara
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram. Fræðslunefnd er hlynnt því að reglurnar öðlist gildi.

4.Skólanámskrá Stóru-Vogaskóla 2017 - 2018

1712019

Skólastjóri grunnskólans gerir grein fyrir skólanámskrá Stóru-Vogaskóla skólaárið 2017 - 2018
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Námsskráin kynnt og yfirfarin.
Málið verður á dagskrá að nýju á næsta fundi Fræðslunefndar og þá tekin til samþykktar.

5.Kjarasamningur kennara - bókun 1

1705018

Umbótaáætlun vegna bókunar 1, ásamt lokaskýrslu og samantekt samstarfsnefndar
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

6.Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla

1505029

Skólastjóri fer yfir mannabreytingar í Stóru-Vogaskóla um áramót
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

7.Starfslok.

1711024

Skólastjóri grunnskólans hefur sagt starfi sínu lausu með samningsbundnum uppsagnarfresti.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd færir skólastjóra þakkir fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að gengið verði frá ráðningarferli nýs skólastjóra sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?