Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

74. fundur 19. júní 2017 kl. 18:00 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður
  • Davíð Harðarson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Starfsmannakönnun leikskólans 2017

1706015

Niðurstöður starfsmannakönnunar leikskólans fyrir árið 2017.
Niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins vegna Heilsuleikskólans Suðurvalla liggur fyrir. Leikskólastjóri fór yfir niðurstöðurnar, auk þess sem hún gerði jafnframt grein fyrir hvernig unnið hafi verið með þær. Þegar á heildina er litið eru niðurstöðurnar jákvæðar fyrir starfsemi skólans. Þegar hafa verið lögð drög að úrbótaáætlun með þau atriði sem betur mega fara.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

2.Skólatagatal leikskólans 2017 - 2018

1706016

Skóladagatal leikskólans skólaárið 2017 - 2018 lagt fram til samþykktar.
Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir skólaárið 2017 - 2018.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

3.Nemandakönnun Stóruvogaskóla

1706018

Niðurstöður nemendakönnunar Stóru-Vogaskóla.
Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins vegna nemenda Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Margt jákvætt er í niðurstöðunum, auk þess sem markvisst er unnið að úrbótaverkefnum.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Könnunin lögð fram.

4.Starfsmannakönnun Stóruvogaskóla

1706017

Niðurstöður starfsmannakönnunar Stóru-Vogaskóla
Niðurstaða starfsmannakönnunar Skólapúlsins vegna starfsmanna Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Niðurstöður könnunarinnar er í öllum megin atriðum jákvæð.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Könnunin lögð fram.

5.Skólastarf Stóruvogaskóla 2016-2017

1706020

Skólastjóri gerir munnlega grein fyrir starfseminni á nýliðnu skólaári.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fór yfir starfsemi grunnskólans á nýliðnu skólaári, og gerði nefndinni grein fyrir helstu þáttum í starfseminni.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

6.Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla

1505029

Skólastjóri gerir munnlega grein fyrir stöðu starfsmannamála Stóru-Vogaskóla fyrir næsta skólaár.
Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannahalds Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2017 - 2018. Búið er að manna allar stöður fyrir næsta skólaár.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

7.Samræmd könnunarpróf.

1706019

Skólastjóri gerir munnlega grein fyrir niðurstöðum samræmdra könnunarprófa.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla gerði nefndinni grein fyrir helstu niðurstöðum nemenda á samræmdum könnunarprófum vorið 2017. Árangur er nokkuð misjafn eftir greinum og árgöngum, enda árgangar misstórir og missterkir. Sérlega ánægjulegt er að 9. bekkur náði bestum árangri á landsvísu í ensku.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

8.Kjarasamningur kennara - bókun 1

1705018

Úrbótaáætlun vegna innleiðingar vinnumats kennara, sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SNS
Sameiginleg úrbótaáætlun kennara, skólastjórnenda og sveitarfélagsins liggur fyrir. Niðurstöðurnar hafa verið sendar samninganefnd aðila, sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SNS.

Afgeriðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

9.Ungt fólk og lýðræði 2017

1704012

Ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ 2017
Ályktun Ungmennaráðstefnu UMFÍ 2017.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Ályktunin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?