Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

63. fundur 26. ágúst 2013 kl. 18:00 - 20:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason formaður
  • Júlía Rós Atladóttir
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Bergur Álfþórsson
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Una N. Svane
  • Margrét Össurardóttir
  • Inga Þóra Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun Suðurvalla 2013-2014

1308024

Leikskólastjóri kynnir helstu atriði starfsáætlunarinnar, sem fylgir með í fundarboði.
Lögð fram starfsáætlun Suðurvalla fyrir starfsárið 2013 - 2014. María Hermannsdóttir leikskólstjóri fór yfir helstu atriði áætlunarinnar og kynnti fyrir nefndinni. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.

2.Skóladagatal Suðurvalla 2013-2014

1308023

Leikskólastjóri kynnir skóladagatalið, sem fylgir með í fundarboði.
Lagt fram skóladagatal Suðurvalla fyrir starfsárið 2013 - 2014. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatalið.

3.Foreldrakönnun Suðurvalla 2013

1308021

Leikskólastjóri gerir í stuttu máli grein fyrir helstu niðurstöðum. Könnunin fylgir með fundarboðinu.
Lögð fram foreldrakönnun Suðurvalla 2013.

4.Náms- og kynnisferð leikskólans 2013

1308022

Leikskólastjóri segir frá náms- og kynnisferð starfsfólks leikskólans til Englands. Skýrslan fylgir með fundarboðinu.
Lögð fram skýrsla um náms- og kynnisferð starfsfólks leikskólans til Englands í mars 2013.

5.Starfs- og sjálfsmatsáætlun Stóru - Vogaskóla 2013-2014

1308019

Skólastjóri grunnskólans kynnir áætlunina, sem nefndin staðfestir. Áætlunin fylgir með í fundarboði.
Starfs- og sjálfsmatsáætlun Stóru-Vogaskóla fyirr starfsárið 2013 - 2014 lögð fram. Fræðslunefnd staðfestir áætlunina.

6.Skólanámskrá Stóru - Vogaskóla 2013-2014

1308018

Skólastjóri grunnskólans kynnir skólanámskrána, sem nefndin staðfestir. Skólanámskráin fylgir með í fundarboði.
Lögð fram skólanámskrá Stóru-Vogaskóla fyrir starfsárið 2013 - 2014. Fræðslunefnd staðfestir áætlunina.

7.Yfirlit um skólastarf Stóru - Vogaskóla í upphafi skólaárs 2013-2014

1308020

Skólastjóri fer m.a. yfir:
- Heimanámsstefnu skólans
- Breytt áhersla í tölvukennslu
- Starfsmannamál
- Framkvæmdir við skólann
Skólastjóri gerði grein fyrir helstu áherslum í skólastarfinu framundan. Hún fór m.a. yfir heimanámsstefnu skólans, breytta áherslu í tölvukennslu, starfsmannamál og framkvæmdir við skólann.

8.Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni

1304013

Skólastjóri grunnskólans kynnir verkefnið. Ýmis gögn sem tengjast verkefninu fylgja fundarboðinu.
Sagt frá verkefninu og fyrirhuguðum kynningarfundi sem er framundan.

9.Fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum

1306024

Leiðbeiningar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu fylgja með í gögnum.
Lagt fram.

10.Frá tungumálaveri

1306002

Fréttabréf Tungumálavers fylgir með í gögnum.
Lagt fram.

11.Opnunartími bókasafns.

1305018

Samantekt um opnunartíma bókasafna í nágrannasveitarfélögum fylgir með í gögnum. Lögð er til breyting á opnunartíma safnsins á mánudögum þannig að opnunartíminn verði samfelldur til kl. 18 eða 19.
Una K. Svane gerði grein fyrir tillögu sinni um breyttan opnunartíma bókasafnsins. Tillagan, ásamt upplýsingum um opnunartíma bókasafna á Suðurnesjum fylgdi með fundarboðinu. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna, þ.e. að opnunartími bókasafnsins á mánudögum verði framvegis samfelldur og að opið verði til kl. 19. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?