Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

72. fundur 19. september 2016 kl. 18:00 - 19:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður
  • Davíð Harðarson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Kristín Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri embættismaður
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Málefni leikskóla (1. - 3 mál) eru til umfjöllunar kl. 18:00 - 18:30.
Málefni grunnskóla eru til umfjöllunar frá kl. 18:30.

1.Starfsáætlun leikskólans 2016 - 2017

1608009

María Hermannsdóttir leikskólastjóri fylgdi starfsáætluninni úr hlaði og kynnti hana.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlunina.

2.Læsisstefna og áætlun um innleiðingu hennar

1608010

María Hermannsdóttir kynnti læsisáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla, ásamt áætlun um innleiðingu hennar.

Afgreiðsla Fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir læsisáætlunina, ásamt innleiðingaráætluninni.

3.Ársskýrsla 2015

1608011

María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti ársskýrslu Heiluleikskólans Suðurvalla 2015.

Afgreiðsla Fræðslunenfdar:
Ársskýrslan lögð fram.

4.Sprotasjóður - umsókn 2016 og samningur

1609023

Svava Bogadóttir skólastjóri gerði grein fyrir umsókn Stóru-Vogaskóla úr Sprotasjóði 2016, ásamt samningi. Verkefnið "Trú á egin námsgetu hjá nemendum af erlendum uppruna" verður unnið fyrir samþykkta styrkfjárhæð, sem er kr. 800.000

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar.

5.Endurmenntunarsjóður grunnskóla - umsókn 2016 - 2017

1609024

Svava Bogadóttir skólastjóri kynnti umsókn Stóru-Vogaskóla í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2016 - 2017. Styrkumsókn að fjárhæð kr. 450.000 hefur verið samþykkt, verkefnið "Orð af orði" verður unnið fyrir styrkfjárhæðina.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsmannamál

1505029

Svava Bogadóttir skólastjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála skólans.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar.

7.Kajakar Stóruvogaskóla.

1609016

Svava Bogadóttir skólastjóri kynnti starfsleyfi vegna kajaka í Stóru-Vogaskóla.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar.

8.Námsmat á unglingastigi A-B-C-D

1609025

Svava Bogadóttir skólastjóri gerði grein fyrir aðferðarfræði námsmats, sem verður viðhaft hjá nemendum í 8., 9. og 10. bekk.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Málið kynnt.

9.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Svava Bogadóttir skólastjóri kynnti stöðu húsnæðismála skólans. Færanleg kennslustofa var tekin í notkun í upphafi skólaárs, stofan var áður nýtt af leikskólanum. Gagnger endurnýjun hefur átt sér stað á elstu álmu skólans, en enn á eftir að ljúka verkinu utanhúss.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Málið kynnt.

10.Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni

1304013

Fyrir liggur viðbragðsáætlun skólans, sem hefur verið send ráðuneytinu. Ráðuneytið óskar nú eftir afstöðu sveitarfélagsins um hvernig til hefur tekist.
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 06.09.2016.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd staðfestir að vinnu við umbótaáætlun vegna ytra mats Stóru-Vogaskóla er lokið.

11.Fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

1606010

Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags.02.06.2016, ásamt úttekt á fjármálalæsi grunn- og framhaldsskólum.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?