Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

107. fundur 22. janúar 2024 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Eva Björk Jónsdóttir varaformaður
 • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
 • Annas Jón Sigmundsson aðalmaður
 • Daníel Snær Hólmgrímsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
 • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • María Hermannsdóttir, leikskólastjóri embættismaður
 • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
 • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
 • Tinna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Henríetta Ósk Melsen áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Málefni íbúa Grindavíkur og veiting grunnþjónustu leik- og grunnskóla

2401030

Bæjarstjóri auk skólastjóra leik- og grunnskóla fara yfir stöðu mála er snúa að móttöku fólks frá Grindavík og veitingu grunnþónustu til þess hóps sem hefur þurft að flytja þaðan til annarra sveitarfélaga vegna eldsumbrota í Grindavík og nágrenni.

2.Skóladagatal Stóru-Vogaskóla 2024-2025, drög

2401031

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að skóladagatali Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fór yfir drög að skóladagatali næsta skólaárs.

3.Starfsnámsskólar - minnisblað um viðbyggingu FS

2401018

Lagt fram minnisblað frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignir auk bókunar stjórnar SSS um viðbyggingu við verkmenntaaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

4.Heilsuleikskólinn Suðurvellir - staða biðlista og umsókna fyrir næstu úthlutun

2401032

Leikskólastjóri fer yfir stöðu biðlista eftir leikskólaplássum og umsókna fyrir næstu úthlutun auk ráðninga í lausar stöður við leikskólann.
Leikskólastjóri fór yfir stöðu biðlista og fyrirliggjandi umsókna um leikskóladvöl.

5.Þarfagreining á húsnæði grunn- og leikskóla

2304004

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna í húsnæðismálum leik- og grunnskóla og fyrirhugaðar aðgerðir.

6.Stóru-Vogaskóli, starfsmannamál

2401033

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir stöðu starfsmannamála og mönnunar á miðju skólaári.

7.Lykiltölur um leik- og grunnskóla

2401034

Lagt fram til kynningar yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2022, auk samantektar bæjarstjóra á helstu niðurstöðum.

8.Ákvörðun Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education

2401036

Lagt fram til kynningar Erindi frá Persónuvernd dags. 11.1.2024 sem inniheldur ákvarðandir um notkun Goggle Workspace for Education í grunnskólastarfi auk leiðbeininga um innleiðingu upplýsingakerfa til að vinna með persónuupplýsingar barna.

9.Erindi frá foreldraráði heilsuleikskólans Suðurvalla

2401039

Lagt fram til kynningar erindi frá foreldraráði Heilsuleikskólans Suðurvalla dags. 6.12.2023

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?