Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

104. fundur 21. ágúst 2023 kl. 17:30 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Eva Björk Jónsdóttir varaformaður
 • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
 • Annas Jón Sigmundsson aðalmaður
 • Daníel Snær Hólmgrímsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • María Hermannsdóttir, leikskólastjóri embættismaður
 • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
 • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
 • Henríetta Ósk Melsen áheyrnarfulltrúi
 • Heiða Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun um dagvistun barna

2308015

Lögð fram drög að erindisfréfi stýrihóps um stefnumótun í dagvistarmálum.
Bæjarstjóri fór yfir drög að erindisbréfi stýrihóps um stefnumótun í dagvistarmálum. Fræðslunefnd staðfestir framlögð drög að erindisbréfi.

2.Skýrsla um fræðsluþjónustu skólaárið 2022-2023

2308003

Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og Voga skólaárið 2022-2023.
Heiða Ingólfsdóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir skýrslu um starfsemi fræðsluþjónustunnar skólaárið 2022-2023.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027 sem staðfest var í bæjarráði þann 16.8.2023 ásamt drögum að starfsáætlunum leik- og grunnskóla.
Bæjarstjóri fór yfir verk- og tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og skólastjórar leik- og grunnskóla kynntu drög að starfsáætlunum skólanna sem tengjast undirbúningi fjárhagsáætlanagerðar fyrir næsta rekstrarár.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?