Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

103. fundur 19. júní 2023 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir varaformaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Annas Jón Sigmundsson aðalmaður
  • Daníel Snær Hólmgrímsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
  • Helga Ragnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • María Hermannsdóttir, leikskólastjóri embættismaður
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fagháskólanám í leikskólafræði

2306015

Lagt fram erindi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri um fagháskólanám í leikskólafræð. Um er að ræða 60 ECTS nám með vinnu og skuldbinda sveitarfélög/leikskólar sem velja að taka þátt í verkefninu sig til þess að styðja við sitt starfsfólk sem sækir um og uppfyllir inntökuskilyrðin.
Samþykkt
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið geri samning um þátttöku í verkefninu, sbr. fyrirliggjandi samningsdrög.

2.Heilsuleikskólinn Suðurvellir - haustúthlutun 2023

2306005

Lagt fram til kynningar minnisblað um haustúthlutun og biðlista.
Samþykkt
Lagt til að stofnaður verði stýrihópur sem vinni að drögum að stefnumótun um dagvistun barna í Vogum. Hópurinn verði skipaður einum fulltrúa úr fræðslunefnd, leikskólastjóra og bæjarstjóra.

3.Starfsáætlun 2023-24 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2306013

Lögð fram til kynningar starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir skólaárið 2023-2024.
Lagt fram

4.Heilsuleikskólinn Suðurvellir, námsferð til Brighton - greinargerð leikskólastjóra

2306014

Lögð fram til kynningar greinargerð leikskólastjóra um námsferð starfsmanna Heilsuleikskólans Suðurvalla til Brighton í maí 2023.
Lagt fram

5.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Farið yfir drög að verk- og tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og drög að sniðmáti fyrir samræmdar starfsáætlanir stofnana, deilda og sviða.
Lagt fram

6.Samningur um fræðsluþjónustu

1906005

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur um aðkeypta þjónustu Sveitarfélagsins Voga af fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar.
Lagt fram

7.Starfsemi Stóru-Vogaskóla skólaárið 2023-2024

2305039

Hilmar E. Sveinbjörnsson skólastjóri fer yfir áherslur næsta skólaárs, stöðu starfsmannamála ofl.
Lagt fram

8.Stóru-Vogaskóli húsnæðismál

2306006

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um úttekt Eflu verkfræðistofu á rakaástandi og innivist í skólahúsnæði Stóru-Vogaskóla.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?