Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

100. fundur 13. febrúar 2023 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir formaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Annas Jón Sigumundsson aðalmaður
  • Daníel Snær Hólmgrímsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
  • María Hermannsdóttir, leikskólastjóri embættismaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Henríetta Ósk Melsen áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Riviere Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Ársskýrsla 2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2302016

Skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir ársskýrslu skólans.
Lagt fram
Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla er gefin út árlega og er aðgengileg á heimasíðu skólans. Skýrslan gefur greinargóðar upplýsingar um starfsemi leikskólans en ekki er um að ræða stórar breytingar frá fyrra ári.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

2.Umbótaáætlun vegna ytra mats Heilsuleikskólans Suðrvalla

2002018

Skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir lokaskýrslu í kjölfar ytra mats á leikskólanum.
Lagt fram
Á haustönn 2019 fór fram ytra mat á starfsemi leikskólans. Útkoman úr því mati var mjög góð en bent var á ákveðin atriði til umbóta. Nú hefur verið brugðist við þeim ábendingum og gerð hefur verið lokaskýrsla um stöðu umbóta. Flestum þáttum er lokið en nokkrir þættir eru alltaf í þróun. Ytra mati á leikskólanum er þar með lokið að þessu sinni.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

3.Fundadagskrá Fræðslunefndar 2023

2302010

Lögð fram tillaga að fundadagskrá Fræðslunefndar fyrir árið 2023.
Samþykkt
Fundadagskrá lögð fram og samþykkt. Dagskráin er lifandi skjal sem getur þrátt fyrir það tekið breytingum eftir þörfum nefndarinnar.

4.Reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2302011

Lögð eru fram drög að reglum um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt
Fræðslunefnd samþykkir framlagðar reglur.

5.Samningur um fræðsluþjónustu

1906005

Almenn yfirferð og kynning á núgildandi þjónustusamningi Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar um fræðsluþjónustu.
Lagt fram
Núgildandi samningur lagður fram, kynntur og ræddur.Stjórnendur beggja skólanna lýstu yfir ánægju sinni með framkvæmd samningsins.

6.Stýrihópur um þarfagreiningu í húsnæðismálum skóla

2302013

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um þarfagreiningu í húsnæðismálum leik- og grunnskóla.
Samþykkt
Fræðslunefnd leggur til að í stýrihóp um þarfagreiningu í húsnæðismálum skóla verði skipuð: María Hermannsdóttir, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Daníel Arason, Eva Björk Jónsdóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir.
Auk þess leggur nefndin til að gerðar verði þær breytingar á orðalagi erindisbréfs að ekki sé nauðsynlegt að fulltrúar nefndarinnar séu kjörnir fulltrúar. Að öðru leyti samþykkir nefndin framlagt erindisbréf.

7.Skólapúlsinn - nemendakönnun 2022-2023

2212002

Niðurstöður Skólapúlsins fyrir Stóru-Vogaskóla kynntar.
Lagt fram
Skólastjóri kynnti niðurstöður Skólapúlsins ítarlega og um það sköpuðust gagnlegar umræður.

8.150 ára afmæli skólahalds í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022

2111031

Í ár er 150 ára afmæli skólahalds í Sveitarfélaginu Vogum. Skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir það sem gert hefur verið á árinu til að minnast þess.
Lagt fram
Skólastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hvað var gert í tilefni af 150 ára afmælis skólahalds í sveitarfélaginu sem var á seinasta ári.

9.Skoladagatal skólaárið 2023-2024 - Stóru-Vogaskóli

2302014

Skóladagatal Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2023-24 lagt fram.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skóladagatalið.

10.Húsnæðismál Stóru-Vogaskóla

2302015

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir húsnæðismál skólans.
Lagt fram
Skólastjórnendur telja nauðsynlegt að efla starf húsvarðar við skólann sem hefði fasta viðveru í skólanum á skilgreindum tímum. Óskað er eftir því að leitað verði allra leiða til að svo megi verða.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?