Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

95. fundur 07. júní 2021 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes Pétur Héðinsson áheyrnarfulltrúi
  • Jens G. Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Helgadóttir embættismaður
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umbótaáætlun vegna ytra mats Heilsuleikskólans Suðrvalla

2002018

Lögð fram skýrsla um framvindu umbótaáætlunar vegna ytra mats Heilsuleikskólans Suðurvalla.
Lagt fram
Afgreiðsla Fræðslunefndar:

María Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir umbótaáætlunina og svaraði fyrirspurnum
fundarmanna.

2.Skólapúlsinn - Niðurstöður - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2105025

Niðurstöður úr starfsmannakönnun Skólapúlsins fyrir Heilsuleikskólann Suðurvelli kynntar.
Lagt fram
AFgreiðsla Fræðslunefndar:
Leikskólastjóri fór yfir niðurstöður könnunarinnar og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Niðurstöður könnunarinnar eru almennt jákvæðar.

3.Opnunartími leikskólans - dvalartími barna

2105026

Lagt fram erindi skólastjóra um hámarks dvalartíma barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum.
Lagt fram
Afgreiðsla Fræðslunefndar:

Fræðslunefnd tekur undir sjónarmið leikskólastjóra sem fram koma í bréfinu um að dvalartími leikskólabarna verði að hámarki 9 klst. a dag, og beinir því til bæjarstjórnar að hámarksdvalartími barna á leikskólanum verði endurskoðaður, m.a. með vísan til áherlsna sem fram koma í stefnumótun barnvæns sveitarfélags. Nefndin er þeirrar skoðunar að stytta eigi dvalartíma leikskólabarna enn meira, eða í 8,5 klst. á dag. Starfsemi leikskólans verði þannig lokið kl. 16:30 daglega.

4.Skóladagatal 2021-2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2104180

Uppfært skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla lagt fram.
Samþykkt
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Uppfært skóladagatal með lokun milli jóla og nýárs er samþykkt af nefndinni.

5.Starfsmannahald Heilsuleikskólans Suðurvalla veturinn 2021-22

2105037

Skólastjóri fer yfir starfsmannamál næsta skólaárs.
Lagt fram
Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála næsta skólaár. Skólinn er þegar fullmannaður, en auglýst var eftir fagmenntuðum leikskólakennurum. Engar slíkar umsóknir bárust.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram, málið kynnt.

6.Starfsmannahald Stóru-Vogaskóla veturinn 2021-22

2105035

Skólastjóri fer yfir starfsmannamál skólans fyrir næsta skólaár.
Lagt fram
Búið er að ganga frá ráðningum fyrir næsta skólaár, og er fullmannað í allar stöður. Skólastjóri fór að öðru leyti yfir stöðu mála og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram, málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?