Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

92. fundur 16. nóvember 2020 kl. 17:30 - 19:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Ingvi Ágústsson formaður
 • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
 • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
 • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
 • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
 • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hálfdan Þorsteinsson, skólastjóri
 • Jens G. Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Helgadóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Kynning á fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar

2011018

Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar kynnir starfsemi deildarinnar.
Lagt fram
Kristín kynnti fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og áherslur hennar, en Sveitarfélagið Vogar er með samning við Suðurnesjabæ um fræðsluþjónustu. Aðilar eru sammála um að leggja sig fram um að eiga gott samstarf.

2.Þróunarverkefni í leikskólum haustið 2020

2011016

Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu hjá Suðurnesjabæ kynnir þróunarverkefni í leikskólum.
Lagt fram
Sveitarfélögin Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar hófu í haust saman verkefnið Málið okkar - horft til framtíðar. Markmið verkefnisins er að auka orðaforða barna og búa þau betur undir læsi í lífinu. Verkefnið verður síðar tekið upp í grunnskólum og því er ætlað að vera samstarfsverkefni foreldra, skóla og samfélagsins alls.

3.Rafrænir foreldrafundir í skólum

2011024

Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður fræðslunefndar kynnir tillögu um að að ætíð skuli bjóða foreldrum upp á þann valmöguleika að foreldraviðtöl fari fram með rafrænum hætti.
Lagt fram
Undanfarið ár hafa skólar Sveitarfélagsins leitað leiða til að gera foreldrum auðveldara að mæta í foreldraviðtöl, t.d. með því að hafa annað foreldraviðtal ársins utan vinnutíma, og eins hafa skólarnir tileinkað sér tæknina í samkomutakmörkunum þeim sem nú eru í gildi, og boðið upp á foreldraviðtöl með rafrænum hætti.
Almenn ánægja virðist vera meðal foreldra með þetta fyrirkomulag. Fræðslunefnd fagnar öllum aðgerðum skólanna í þá átt að gera rafræn foreldraviðtöl að valkosti.

4.Tröppu talþjálfun í grunnskólum

2011017

Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu kynnir Tröppu talþjálfun í grunnskólum.
Lagt fram
Fyrirtækið Trappa býður upp á talþjálfun fyrir börn á grunnskólaaldri. Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hefur gert samning við fyrirtækið um að sinna talþjálfun fyrir skóla sveitarfélaganna og fer þjálfunin fram í fjarkennslu. Sveitarfélögin leggja til búnað og aðstöðu fyrir þjálfunina en foreldrar og forráðamenn greiða tengigjald. Þessi þjónusta er einkum hugsuð sem viðbótarþjónusta fyrir íbúa til að þeir þurfi ekki að sækja þessa þjónustu í önnur sveitarfélög.
Á þessu ári komast átta nemendur úr Stóru-Vogaskóla að í verkefninu en vonir standa til að það þróist og eflist og hægt verði að auka fjölda nemenda í því.

5.Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2020-2021

2009022

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla leggur fram starfsáætlun skólans skólaárið 2020-21 eftir umfjöllun starfsfólks skólans.
Lagt fram
Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla var kynnt og rædd á seinasta fundi fræðslunefndar en skv. reglum þarf að ræða hana innan skólans og það hefur verið gert. Fram komu ábendingar um rýmingaráætlun sem hafa verið teknar til greina og er verið að vinna viðbætur, t.d. með tilliti til jarðskjálfta.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina, og hvetur til að almenn viðbragðsæfing verði haldin um leið og aðstæður leyfa.

6.Skólahald Stóru-Vogaskóla haustið 2020 m.t.t. Covid-19 ráðstafana

2008015

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir COVID áætlun skólans sem unnið hefur verið eftir undanfarnar tvær vikur.
Lagt fram
Stóru-Vogaskóli starfar eftir áætlun varðandi COVID sóttvarnir og sú áætlun gildir fram á miðvikudag. Hún verður svo endurskoðuð eftir því sem þurfa þykir.
Fræðslunefnd vil hrósa starfsfólki Stóru-Vogaskóla og Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir vel unnin störf á óvenjulegum og erfiðum tímum.

7.Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna

2011013

Lagt fram til kynningar og umsagnar.
Lagt fram
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?