Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

91. fundur 21. september 2020 kl. 17:30 - 20:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Hálfdan Þorsteinsson, skólastjóri
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Skólahald Stóru-Vogaskóla haustið 2020 m.t.t. Covid-19 ráðstafana

2008015

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir háhrif ráðstafana vegna Covid-19 á starf Stóru-Vogaskóla haustið 2020.
Lagt fram
Í máli Hálfdans kom fram að skólahald Stóru-Vogaskóla er með eðlilegum hætti. Allra sóttvarna er gætt og hefur það gengið mjög vel.

2.Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2020-2021

2009022

Lagt fram
Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla lögð fram og kynnt lauslega. Áætlunina má finna á vef skólans. Skólaráð mun taka áætlunina til umfjöllunar og umsagnar á næsta fundi sínum og Fræðslunefnd ákvað að fresta umfjöllun um áætlunina til næsta fundar.

3.Tónlistarskóli Sveitarfélagsins Voga (2020)

2009023

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir starfsemi tónlistarskólans.
Lagt fram
Í dag eru 10 nemendur í píanónámi, fjórir á biðlista. Þá er boðið upp á söngnám, kór og hljómsveit. Forskóli (blokkflautunám) er í fyrsta og öðrum bekk. Tónlistarskólinn er að sönnu lítill og starf hans viðkvæmt en ánægja er með þá starfsemi sem boðið er upp á. Fræðslunefnd leggur til að stofnuð verði nefnd til að ræða framtíðarsýn skólans og leggur til að leitað sé leiða til að efla hann.

4.Endurskoðun reglna um mennta-, menningar- og afreksmannasjóð 2020

2005032

Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu kynnir drög að endurskoðuðum reglum um mennta-, menningar- og afreksmannasjóð Sveitarfélagsins Voga.
Lagt fram
Drög að endurskoðuðum reglum lögð fyrir Fræðslunefnd til umsagnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.

5.Kjarasamningur Félags leikskólakennara.

2009020

Yfirlýsing samningarnefndar sveitarfélaganna vegna kjarasamnings Félags leikskólakennara lögð fram til kynningar.
Lagt fram
Lagt fram.

Að lokinni umræðu um þennan lið gekk nefndin um húsnæði skólans ásamt skólastjóra og fékk fræðslu um aðbúnað og starfsemina.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?