Félags og jafnréttismálanefnd

1. fundur 16. ágúst 2006 - 18:45 Iðndal 2

1. fundur Félags- og jafnréttismálanefndar Sveitarfélagsins var haldinn fimmtudaginn
16. ágúst 2006 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru:
Guðbjörg Jakobsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir og Sigríður Ragna Birgisdóttir. Auk
þeirra Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi.

Fundargerð:

1. Nefndin skiptir með sér verkum
Guðbjörg Jakobsdóttir formaður, Herdís Hjörleisdóttir kjörin varaformaður, Sigríður Ragna
Birgisdóttir kjörin ritari.
2. Umsóknir um fjárhagsaðstoð
Þrjár umsóknir um félagsaðstoð lágu fyrir fundinum.
Tvær samþykktar og einni synjað.
Bókanir færðar í trúnaðarbók.
3. Umsókn um félagslega aðstoð
Ein umsókn félagslega þjónustu lá fyrir fundinum. Samþykkt að vísa erindinu til
félagsþjónustunnar.
4. Önnur mál.
Umsókn Svanlaugar Þorsteinsdóttur um að hefja starfsemi sem dagmóðir í
Sveitarfélaginu Vogum. Samþykkt að vísa erindinu til félagsþjónustunnar.
Umræða um vinnureglur félagsþjónustunnar.
Nefndin ákveður að hefja endurskoðun reglna sem varða félagslega þjónustu í
sveitarfélaginu. Fram að gildistöku þeirra reglna verður miðað við gildandi reglur um
félagsþjónustu í Sandgerðisbæ.
Umræða um jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45

Getum við bætt efni síðunnar?