Félags og jafnréttismálanefnd

2. fundur 26. september 2006 kl. 20:00 - 22:17 Iðndal 2

2. Fundur Félags- og Jafnréttismálanefndar
Sveitarfélagsins Voga.
Haldinn að Iðndal 2, þann 26. september kl. 20.00.
Mættar eru Guðbjörg Jakobsdóttir, Oddný Þóra Baldvinsdóttir í fjarveru Herdísar
Hjörleifsdóttur og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Fundargerð:

1. mál.
Ein Umsókn um félgaslega heimaþjónustu lá fyrir nefndinni. Nefndin samþykkir hana
einróma.
2. mál.
Rætt var um jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga og mikilvægi þess að byrja að vinna
að henni. Sigga nefndi að fyrsta skrefið í því sambandi væri að framkvæma stöðumat á
jafnréttismálum í Sveitarfélaginu. Nefndin leggur það í hendur Félagsmálastjóra að afla
upplýsinga hjá fyrirtækjum í bænum um það hvernig jafnréttismálum sé háttað innan
þeirra. Nefndin óskar jafnframt eftir því að félgasmálastjóri skili nefndinni þeim gögnum
fyrir 22. nóvember til að hægt verði að hefja vinnu við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Voga.
Oddný kemur með þá hugmynd að í jafnréttisáætluninni væri hægt skylda trúnaðarmenn
innan fyrirtækja til að sækja jafnréttisnámskeið með það að markmiði að
jafnréttisáætluninni sé framfylgt á viðkomandi vinnustað.
Önnur mál.
Nefndin sem einnig er Áfengis og tóbaksvarnarnefnd ræddi forvarnardaginn sem
dagsettur er þann 28. september og vildi endilega minna á sig í því sambandi. Ákveðið
var að senda út áskorun til foreldra til að minna þá á mikilvægi þeirra hlutverks í
forvörnum.
Fundi slitið kl. 22.17

Getum við bætt efni síðunnar?