Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

105. fundur 26. nóvember 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða og óskaði eftir að taka á dagskrá eftirtaldar fundargerðir: Bæjarráð 176, 177 og 178.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 176

1411001F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 177

1411002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til más tók: IG

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 178

1411003F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 179

1411007F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 180

1411008F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS.

6.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2014

1401070

Fundargerð 92. fundar samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG, ÁE.

7.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 62

1411006F

Fyrir tekið 3. mál, umsókn um byggingarleyfi (1310012):

Afgreiðsla 62. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningar með þeim skilyrðum að lögð verði fram staðfest gögn hlutaðeigandi aðila um að byggingin sé staðsett innan lands Minna-Knarrarness. Nefndin árétt að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávarstöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014.

Afgreiðsla 105. fundar bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu 62. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar, samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 4. mál, umsókn um byggingarleyfi, Vogavík Stofnfiskur (1410017):

Afgreiðsla 62. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að byggingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda vegna fjarlægðar í næstu hús og fellur því frá grenndarkynningu. Málsmeðferð byggingarleyfis verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Afgreiðsla 105. fundar bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu 62. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar, samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 6. mál, endurskoðun aðalskipulags Voga 2008 - 2028 (1209030):

Afgreiðsla 62. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:

Skv. 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að ekki sé ástæða til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

Afgreiðsla 105. fundar bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu 63. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar, með fjórum atkvæðum. Þrír sitja hjá.

Björn Sæbjörnsson bókar vegna þessa máls: D listinn telur fulla ástæðu til að að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins með t.t endurskoðunar deiliskipulags á ströndinni. Við viljum að unnið verði að því að breyta frístundabyggð í blandaða byggð.
Teljum við að hagsmunum sveitarfélagsins og þeim íbúum sem þegar búa og vilja búa á þessu svæði betur komið með þessum hætti.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: IG, BS

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 52

1411004F

Fyrir tekið 7. mál, samningur við Gym heilsu (1411009):

Afgreiðsla 52. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
Reynsla af samstarfi sveitarfélagsins við Gym heilsu er góð. Nefndin telur jákvætt að skoða samning við Gym heilsu en bendir á að skoða þurfi tímalengd og uppsagnarákvæði.

Afgreiðsla 105. fundar bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu málsins til úrvinnslu hjá bæjarráði.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG

9.Stofnun byggðasamlags um brunavarnir á Suðurnesjum

1406031

Lögð fram drög að samþykktum nýs byggðasamlags um brunavarnir á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, JHH

Bæjarstjórn staðfestir drögin fyrir sitt leyti, samhljóða með sjö atkvæðum.

10.Öldungaráð Suðurnesja

1401011

Lagt fram að nýju erindi Félags eldri borgara á Suðurnesjum, beiðni um tilnefningu í Öldungaráð Suðurnesja. Bæjarstjórn tilnefnir Halldóru Gunnarsdóttur sem aðalfulltrúa í öldungarráðið, áður hafði Jóngeir H. Hlinason verið tilnefndur aðalfulltrúi. Varafulltrúi í ráðinu verður Örn Pálsson.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG, JHH.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?