Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

100. fundur 25. júní 2014 kl. 18:00 - 19:30 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Áshildur Linnet
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Birgir Örn Ólafsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka 6. mál á dagskrá fundarins, styrkveitingar úr Menntasjóði, til afgreiðslu fyrst á fundinum. Samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 170

1405006F

Fyrir tekið 11. mál (1404073), endurnýjun samstarfssamning við Björgunarsveitina Skyggni.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lögð fram drög að samstarfssamnigi við Björgunarsveitina Skyggni, sem fjallað hefur verið um í Frístunda- og menningarnefnd. Vísað til bæjarstjórnar.
Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu að nýju til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Sammþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 12. mál (1405018), endurnýjun samstarfssamnings við Kvenfélagið Fjólu:
Afgreiðsla bæjarráðs: Lögð fram drög að samstarfssamningi við Kvenfélagið Fjólu, sem fjallað hefur verið um í Frístunda- og menningarnefnd. Vísað til bæjarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu að nýju til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 13. mál (1404074I), endurnýjun samstarfssamnings við Minjafélagið:
Afgreiðsla bæjarráðs: Lögð fram drög að samstarfssamningi við Minjafélagið, sem fjallað hefur verið um í Frístunda- og menningarnefnd. Vísað til bæjarstjórnar.
Afgreiðsla þessa fundar: Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu að nýju til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, ÁE, JHH, BÖÓ, IRH.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57

1405004F

Til máls tók: IG

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2014

1401070

Til afgreiðslu eru fundargerðir nefndarinnar nr. 80, 81 og 82.
Fundargerðin 80., 81. og 82. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar eru lagðar fram til samþykktar.
Fundargerðirnar eru samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

4.Kosning í nefndir og ráð

1406006

Kjósa þarf fulltrúa sveitarfélagsins í Menningarráð Suðurnesja, Atvinnuþróunarfélagið Hekluna og Reykjanes jarðvang.
Bæjarstjórn tilnefndir sem fulltrúa sveitarfélagsins í eftirfarandi nefndir og ráð:
Menningarráð Suðurnesja:
Aðalmaður: Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson til vara.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.

Stjórn Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar:
Aðalmaður: Ásgeir Eiríksson, Birgir Örn Ólafsson til vara.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Stjórn Reykjanes jarðvangs:
Aðalmaður: Ásgeir Eiríksson, Bergur Brynjar Álfþórsson til vara.
Samþykkt með sex atkvæðu, einn situr hjá.



Til máls tók: IG

5.Öldungaráð Suðurnesja

1401011

Sveitarfélagið Vogar á rétt á að tilnefna tvo fulltrúa í undirbúningshóp vegna stofnunar Öldungaráðs Suðurensja.
Sveitarfélagið Vogar tilnefnir eftirtalda fulltrúa í undirbúningshóp vegna stofnunar Öldungaráðs Suðurnesja:
Þorvaldur Örn Árnason og Ásgeir Eiríksson.

Tilnefninging er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG

6.Úthlutun úr Menntasjóði Voga 2014

1406002

Styrkur er veittur árlega úr Menntasjóði til þeirra nemenda sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla á tilsettum tíma, auk þess sem þeir þrír nemendur sem náðu bestum námsárangri á lokaprófum í 10. bekk Stóru-Vogaskóla fá einnig styrk úr sjóðnum.
Á fundinum voru samtals 10 ungmennum veittur styrkur úr Menntasjóði sveitarfélagsins. Alls hlutu sjö nemendur styrk sem lokið hafa öðru ári í framhaldsskóla á tilsettum tíma, að auki voru þeir þrír nemendur sem bestum árangri náðu á lokaprófum í 10. bekk í Stóru-Vogaskóla verðlaunaðir með styrkveitingu úr sjóðum.

Bæjarstjórn færir styrkþegum árnaðar- og hamingjuóskir með árangurinn og óskar þeim góðs gengis í áframhaldandi námi sínu.

7.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2014

1406033

Sumarleyfi bæjarstjórnar verður frá 26. júní - 27. ágúst 2014. Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur. Næsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 27. ágúst 2014.
Sumarleyfi bæjarstjórnar verður frá 25.06.2014 - 27. ágúst 2014. Bæjarráð hefur samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins og með vísan í sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 heimild til fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur. Næsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 27. ágúst 2014.
Í lok fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum ánægjulegs sumarleyfis.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?