Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

96. fundur 29. apríl 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Kristinn Björgvinsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Sveindís Skúladóttir
  • Þorvaldur Örn Árnason
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 167

1404002F

Fyrir tekið 2. mál, framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2014 (1404030). Bæjarstjóri leggur fram minnisblað með upplýsingum um breytingar á framlögum sjóðsins miðað við samþykkta áætlun ársins. Heildarlækkun framlaga eru áætluð 541 þús.kr.

Fyrir tekið 8. mál, fundargerðir BS, 232. og 232. funda: Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og hvetur til að ráðist verði í stjórnsýsluúttekt og úttekt á mannauðsmálum hið fyrsta.

Fyrir tekið 5. mál, bréf Félags eldri borgara á Suðurnesjum þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tvo fulltrúa í undirbúningsnefnd vegna stofnunar Öldunarráðs Suðurnesja. Bergur Brynjar Álfþórsson leggur til að tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins verði frestað þar til ný bæjarstjórn hefur tekið til starfa að afloknum sveitarstjórnakosningum. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku:
ORÞ, ÁE, ÞÖÁ, BBÁ, BS, IG.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 168

1404003F

Fyrir tekið 5. mál, afgreiðsla Landsbankans í Vogum (1209009):
Þorvaldur Örn Árnason leggur til eftirfarandi bókun: "Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga harmar að Landsbankinn sjái sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í 1.150 manna sveitarfélagi." Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 4. mál, lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána: Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs. Samþykkt með sex atkvæðum.

Fundargerðin með samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, ÞÖÁ, BS, BBÁ, KB,

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 65

1404005F

Fyrir tekið 4. mál, húsnæðismál skólans 2014-2014 (1404060). Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað að hann hvetji til að ekki verði gripið til neinna ráðstafana er skerða þjónustu leikskólans Suðurvalla. Bergur óskar eftir stuðningi bæjarstjórnar við þessa bókun. Bókunin samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Einn situr hjá.

Kristinn Björgvinsson óskar bókað að hann vilji að fallið verði frá þeim hugmyndum að Staðarborg verði nýtt til annarar starfsemi en fyrir leikskólann. Bókunin er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Einn situr hjá.

Oddur Ragnar Þórðarson óskar bókað að hann hvetji bæjarfulltrúa til að slá ekki hugmyndir út af borðinu að óathuguðu máli.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, ÁE, BS, KB, IG, ÞÖÁ.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 56

1404004F

Fyrir tekið 1. mál, deiliskipulagsbreyting íþróttasvæðis og Aragerðis (1402025), tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 10.02.2014. og 2. mál, deiliskipulagsbreyting í Iðndal, tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 11.02.2014.

Tillögurnar hafa verðið kynntar og auglýstar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillögurnar. Málsmeðferð verði í samræmi 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað að hann fagni deiliskipulagsbreytingu sem heimilar að byggð verði áhorfendastúka við knattspyrnuvöllinn.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BBÁ.

5.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 49

1404001F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ

6.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2014

1401070

Fundargerðir 78. og 79. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerð 78. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Fundargerð 79. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

7.Starfsmannastefna

1304011

Starfsmannastefnan er hluti af starfsmannahandbók sem samþykkt hefur verið af bæjarráði. Starfsmannastefnan þarfnast umfjöllunar og staðfestingar bæjarstjórnar, að því loknu verður hún hluti starfsmannahandbókarinnar.
Með fundarboði fylgja drög að starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað að fulltrúar E-listans fagni samþykkt starfsmannastefnunnar.

Bæjarstjórn samþykkir starfsmannastefnuna samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, ÁE, BBÁ.

8.Ársreikningur 2013

1402007

Ársreikningur sveitarfélgsins 2013 er lagður fram til fyrri umræðu. Fulltrúi BDO Endurskoðunar fer yfir ársreikninginn.
Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir, löggiltir endurskoðendur hjá BDO endurskoðun. Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra dags. 28.04.2014.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga er lagður fram til fyrri umræðu. Löggiltir endurskoðendur sveitarfélagsins fóru yfir ársreikninginn á fundinum og gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 26,1 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu er hins vegar neikvæð um 19,4 m.kr. Heildareignir sveitarfélagsins eru 1.820 m.kr., en skuldir alls eru 891,6 m.kr. Fjármunamyndun ársins (veltufé frá rekstri) var 60,4 m.kr.

Bókun bæjarstjórnar með framlagningu ársreiknings til fyrri umræðu:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga ber með sér að talsverður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins þótt rekstrarniðurstaðan sé neikvæð um tæpar 20 m.kr. Á heildina litið eru rekstrarútgjöld í samræmi við fjárhagsáætlun. Frávik frá fjárhagsáætlun ársins urðu einkum á vettvangi félagsþjónustu. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er nú komið vel undir viðmiðunarmörk samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga, en í árslok telst það vera 109%. Á árinu 2014 er gert ráð fyrir enn frekari lækkun skuldaviðmiðsins, með því að lokið verður endurkaupum á fasteignum af EFF. Fjármunamyndun sveitarfélagsins er viðunandi, en veltufé frá rekstri var á árinu 2013 60,4 m.kr. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: Um leið og við fulltrúar E-lista tökum undir bókun bæjarstjórnar, hörmum við að fyrst nú í upphafi sumars skuli koma fram rífleg framúrkeysla bæði vegna fjárhagsaðstoðar sem og húsaleigubóta. Við höfum ítrekað bent á vanáætluð útgjöld til félagslegrar aðstoðar allt frá vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013, og undrumst við andvaraleysi gagnvart þessum lið. Við óskum frekari skýringa á útgreiddum húsaleigubótum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

Til máls tóku: ORÞ, ÁE, BBÁ.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?