Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

94. fundur 26. febrúar 2014 kl. 18:00 - 19:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Kristinn Björgvinsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Magga Lena Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Í upphafi fundar bauð forseti Möggu Lenu Kristinsdóttur velkomna á fyrsta bæjarstjórnarfund sinn.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 164

1402001F

Fyrir tekið 6. mál, beiðni um styrk til Saman hópsins. Björn Sæbjörnsson leggur til að styrkbeiðnin verði samþykkt, kr. 20.000. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Fundargerðin með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BS, ÁE, BBÁ, KB.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 165

1402003F

Fyrir tekið 7. mál, Umsókn um byggingarleyfi (1310012). Bæjarráð samþykkti beiðni bréfritara og leggur til við bæjarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni, með vísan til 57. gr. 1. tl. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, KB, BBÁ, KB.

Fundargerðin með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 48

1402002F

Kristinn Björgvinsson óskar að fram komi að fulltrúi L-listans í nefndinni boðaði forföll á fundinum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, BS, KB, IG.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55

1402004F

Fyrir tekið 1. mál fundargerðarinnar, deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 10.02.2014. Breytingin er að norðan og vestan megin við fótboltavöll eru settir inn byggingarreitir fyrir áhorfendastúkur án skyggnis eða þaks. Heimilt er að byggja allt að 2,0 m háan skjólvegg ofan á manartoppi aftan við stúkurnar. Hámarksstærðir: að norðanverðu: 50 x 9.2 m eða 460 m² að vestanverðu: 50 x 8.3m eða 415 m². Lóð nr. 19 er færð um 3 m til suðurstil samræmis við lóðarblað.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 2. mál fundargerðarinnar, Deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 11.02.2014. Breytingin felst í að innan lóðar Iðndals 2 er tekin út 45 m² lóð fyrir dreifistöð rafveitu, sem er til staðar og hefur ekki verið mörkuð sérstök lóð fram að þessu, og minnkar lóð fyrir Iðndal 2 sem því nemur. Markaður er 30 m2 byggingarreitur á lóðinni fyrir dreifistöð og sett fram kennisnið, sem heimila nýja
dreifistöð, allt að 2,5 m x 3,5 m að grunnfleti og 2,3 m háa, komi til endurnýjunar. Einnig er sett inn kvöð um legu lagna og aðkomu að dreifistöð ásamt göngustíg fyrir almenning.
Breyting hefur verið gerð á tillögunni eftir afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og almennan kynningarfund, sem felst í að lóð er minnkuð og gerð er grein fyrir hámrksgrunnfleti dreifistöðvar ásamt kvöð um aðkomu.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, ÁE, KB, IG.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?