Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

84. fundur 24. apríl 2013 kl. 18:00 - 20:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Sveindís Skúladóttir
  • Kristinn Björgvinsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Bergur Álfþórsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Björn Sæbjörnsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson Bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 148

1303007F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tóku: Oddur Ragnar, Bergur, Ingþór, Ásgeir.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 149

1304003F

Fyrir tekið 7. mál: 1304033 - Endurskoðun gjaldskrár sveitarfélagsins. Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrárbreytinguna. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Oddur Ragnar, Ingþór, Bergur

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 47

1303003F

Fyrir tekið 1. mál,1302057 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til stækkunar kirkjugarðs við Kálfatjarnarkirkju. Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið og breytingu deiliskipulagsins. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Oddur Ragnar, Bergur.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 48

1304001F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Oddur Ragnar

5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 62

1304002F

Fyrir tekið 7. mál: 1304029 - Sumarbúðir CISV. Bæjarstjórn samþykkir að heimila endurgjaldslaus afnot af skólanum og Tjarnarsal vegna verkefnisins. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn fagnar sérstaklega að fram skuli fara faglegt mat á starfi grunnskólans (6. mál, 1304013).
Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Oddur Ragnar, Bergur, Ásgeir.

6.67. fundur Fjölskyldu og velferðarnefndar

1304021

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tók: Oddur Ragnar

7.Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2012

1302026

Löggiltir endurskoðendur sveitarfélagsins mæta á fundinn og gera grein fyrir reikningunum.
Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir löggiltir endurskoðendur hjá BDO Endurskoðun mættu á fundinn og gerðu grein fyrir ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 179,8 m.kr., áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu 36,3 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 192,2 m.kr., en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu 24,8 m.kr. Hin bætta rekstrarafkoma bæjarsjóðs ræðst fyrst og fremst að áhrifum fjárhagslegrar endurskipulagningar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf., sem lauk í upphafi árs 2013. Leigugreiðslur voru leiðréttar aftur í tímann, auk þess sem uppgreiðsluverðmæti eigna lækkaði umtalsvert. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins (A og B hluti) 2.432 milj.kr. í árslok, skuldir og skuldbindingar samtals eru 1.470 m.kr.. Bókfært eigið fé í árslok er 962 m.kr. Eiginfjárstaða sveitarfélagsins batnaði um 192 m.kr. á árinu og hækkaði úr 31% í 40% borið saman við árið 2011. Samkvæmt sjóðsstreymi var veltufé frá rekstri jákvætt um 28,7 m.kr. í A-hluta, en 54,8 m.kr. í A og B hluta.

Ársreikningi 2012 er vísað til síðari umræðu. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn fagnar þeirri jákvæðu niðurstöðu sem ársreikningurinn ber með sér.
Til máls tóku: Oddur Ragnar, Ásgeir, Bergur.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?