Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

150. fundur 01. nóvember 2018 kl. 19:00 - 19:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Heiðarland Vogajarða - kauptilboð

1810008

Sveitarfélagið gerði meðeigendum sínum í Heiðarlandi Vogajarða kauptilboð í eignarhluti þeirra í landinu.
Svör við kauptilboði bárust frá eftirtöldum meðeigendum að Heiðarlandi Vogajarða:
1: Reykjaprent ehf., bréf dags. 19. október 2018. Tilboðinu er hafnað.
2: Sameiginlegt gagntilboð (tölvupóstur dags. 22. október 2018) barst frá Evu Sveinbjörnsdóttur (eignarhlutur 1,5267%), Hilmari Agli Sveinbjörnssyni (eignarhlutur 1,5267%) og Vigni Sveinbjörnssyni (eignarhlutur 1,5267%,samtals eignarhlutur 4,58%. Gagntilboð er að fjárhæð kr. 5.500.000 fyrir hvern eignarhlut, samtals kr. 16.500.000. Verð pr. m2 samkvæmt tilboðinu er 13,23 kr.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir framkomið gagntilboð.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gera meðeigendum sveitarfélagsins hlutfallslega samsvarandi tilboð í eignarhluti þeirra.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá.

Jóngeir H. Hlinason bókar: Ég hefði talið að rétt hefði verið að láta reyna á frekari samningaviðræður, t.d. að bjóða 10% hækkun frá upphaflegu tilboði.

Til máls tóku: JHH, BBÁ

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?