Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

90. fundur 30. október 2013 kl. 18:00 - 20:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Sveindís Skúladóttir
  • Þorvaldur Örn Árnason
  • Kristinn Björgvinsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 157

1309004F

Fyrir tekið 3. mál, 1305014 Ársfjórðungslegt rekstraryfirlit: Bergur Brynjar Álfþórsson leggur fram svohljóðandi bókun:
"Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 ákvað meirihluti bæjarstjórnar að lækka fjárheimildir vegna fjárhagsaðstoðar um næstum þriðjung frá áætlaðri útkomu ársins 2012. Ég mælti mjög gegn þessu þar sem fyrir lá að fjöldi einstaklinga missti rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2013 og ekkert benti til þess að þörfin yrði minni á þessu ári en því síðasta.

Helstu rök meirihlutans voru þau að þessu mætti ná fram með því að taka á bótasvindli, og mátti þá skilja sem svo að meirihlutinn hefði fyrir þvi heimildir að um þriðjungur bótaþega í sveitarfélaginu væru að þiggja bætur án þess að eiga til þess rétt.

Nú liggur fyrir að áætlun fyrir málaflokkinn fyrir þetta ár stenst engann veginn, bæjarstjóri upplýsir að það þurfi að tvöfalda upphæðina og gott betur á þessu ári.

Ég óska því svara við eftirfarandi:
Hversu margir einstaklingar þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu í dag?
Hversu mörg svikamál hefur verið komið upp um og þá hversu margir hafa "misst" bætur í kjölfarið?"

Fyrir tekið 9. mál, 1303028 Viðauki við fjárhagsáætlun. Bergur Brynjar Álfþórsson, leggur fram svohljóðandi bókun:
"Hér erum við að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa sveitarfélagsins á dráttarvél.
Í viðaukanum kemur fram að kaupin séu fjármögnuð með "óráðstöfuðu eigin fé bæjarsjóðs".
Ég vil hins vegar benda á að þegar var búið að rástafa þessu fé í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins eða eins og bæjarstjóri bendir á í tölvupósti frá 26. ágúst sl þá mun lánsfjárþörf næsta árs hækka sem nemur kaupverði dráttarvélarinnar. Einhverntímann hefði þessum gjörningi verið líkt við að pissa í skó."

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Bergur, Ingór, Þorvaldur Örn, Björn, Ásgeir, Kristinn.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 158

1310002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Þorvaldur Örn, Ingþór, Ásgeir, Bergur.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 52

1310001F

Fyrir tekið 2. mál, 1309019 Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd:
Bæjarstjórn tekur undir það álit umhverfis- og skipulagsnefndar að talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu og að gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum samrýmist og stuðli að stefnu aðalskipulagsins um að allir íbúar sveitarfélagsins búi við góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þ.m.t. vegna náttúruvár. Við það álit má bæta að gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum stuðlar einnig að varðveislu fornminja sem eru í hættu vegna landbrots og er það jafnframt í samræmi stefnu aðalskipulagsins.
Sjóvarnir við Narfakot og Stóra-Knarrarnes eru á bújörðum og eru fyrst og fremst hagsmunamál eigenda þeirra jarða og ábúenda og er gerð grein fyrir þeim í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem hefur fengið ítarlega kynningu og umfjöllun skv. skipulagslögum. Sama á við um kynningu og umfjöllun sjóvarna við Stóru- Vogaskóla og Vogatjörn við gerð aðalskipulagsins en auk þess er þar í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir sjóvörnum og hefur það deiliskipulag líka fengið sína kynningu og umfjöllun í samræmi við skipulagslög. Í umhverfisskýrslu aðalskipulags sveitarfélagsins eru framkvæmdir við sjóvarnir ekki meðal þeirra framkvæmda sem taldar eru líklegar til að hafa veruleg umhverfisáhrif í för með sér.
Að teknu tilliti til 3. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum telur bæjarstjórn að framkvæmdir við sjóvarnir á umræddum stöðum séu þess eðlis og ekki það umfangsmiklar að þær séu líklegar til að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum og að umhverfismat sé ekki líklegt að bæta miklu við þá vitneskju sem þegar liggur fyrir.
Í samræmi við framangreint er það því álit bæjarstjórnar að framkvæmdirnar skuli ekki vera háðar mati á umhverfisáhrifum.
Umsögnin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundargerðin með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
Oddur Ragnar, Ásgeir, Kristinn, Þorvaldur Örn, Bergur, Ingþór.

4.71. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar

1310001

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

5.Kosning í nefndir

1306036

Kjósa þarf nýjan aðalmann í Menningarráð Suðurnesja í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur. Varamaður hennar er Þorvaldur Örn Árnason
Bæjarstjórn kýs Jóngeir Hjörvar Hlinason sem aðalmann í Menningarráð Suðurnesja, í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar.

6.Sala á hlutabréfum í HS Veitum

1203007

Drög að samningi um sölu á eignarhluta sveitarfélagsins í HS Veitum lagður fram til samþykktar.
Með fundarboði fylgdi samningsdrög um sölu á eignarhluta sveitarfélagsins í HS Veitum. Bæjarráð fjallaði um málið á 125. og 127. fundum sínum árið 2012.

Samningurinn er samþykktur af bæjarstjórn, samhljóða með 6 atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?