Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

89. fundur 25. september 2013 kl. 18:00 - 20:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Kristinn Björgvinsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Sveindís Skúladóttir
  • Þorvaldur Örn Árnason
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson Bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 156

1308005F

Fyrir tekið 4. mál, 1308026, tillaga að breygingum á sorphirðugjaldi:
Bæjarstjórn tekur undir og ítrekar bókun bæjarráðs um málið. Bókun bæjarráðs var eftirfarandi: "Með vísan til svokallaðrar mengunarbótareglu (enska:Polluter pays principle) telur bæjarráð Voga ekki óeðlilegt að þeir sem losa gjaldskylt sorp greiði fyrir þá þjónustu á gámaplönum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Ef rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur svigrúm til lækkunar gjalda telur bæjarráð eðlilegt að sorpeyðingargjöld séu lækkuð almennt á íbúa á Suðurnesjum."

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Þorvaldur Örn

2.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 63

1308004F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 46

1309001F

Fyrir tekið 1. mál, 1304072, samstarfssamningur við Mfl. Þróttar.
Björn Sæbjörnsson leggur fram svohljóðandi bókun: "Á fundi bæjarstjórnar í vor var ákveðið að fela Ásgeiri bæjarstjóra og Stefáni Frístunda- og menningarfulltrúa að klára að vinna samstarfssamninga við félagasamtök í bænum. Eins og fram kemur í fundargerð FMN hefur þessu verklagi ekki verið fylgt eftir og FMN kemur að samningi við meistaraflokk Þróttar sem beinn samningsaðili í staðinn fyrir að vera sá aðili sem fær samninginn til yfirlestrar og athugasemda á sínum fundum, og geta þannig skilað minnisblaði til bæjarráðs um það sem betur mætti fara. Nú á eftir að taka upp samninga við flest félagasamtök í bæjarfélaginu og þess vegna spyr ég á að vinna þá samninga eins og ákveðið var og ég tel heillavænlegast og skilvirkast, eða á FMN að sitja sem beinn samningsaðili í þessum samningum og þeir svo fara beint til bæjarráðs án frekari umfjöllunar."

Kristinn Björgvinsson óskar bókað: "Á 85. fundi bæjarstjórnar var bæjarstjóra og frístunda- og menningarfulltrúa falið að ganga frá samningi við meistaraflokk Þróttar. Ég spyr nefndarmenn frístunda- og menningarnefndar eftirfarandi: Er rétt að verki staðið að ef senda á mál til umsagnar í nefnd, að sama fólkið skoði málið í nefndum til að fá það til glöggvunar, á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs? Svar óskast frá nefndarmönnum og að svarið verði bókað í fundargerð."

Ingþór óskar bóka eftirfarandi svar við fyrirspurn Kristins: "Ég sé ekkert að því svo fremi sem viðkomandi bæjarfulltrúi sé ekki vanhæfur."
Oddur Ragnar óskar bókað: "Sem formaður nefndarinnar og Þróttari fagna ég því að ekki skuli vera gerðar efnislegar athugasemdir við samstarfssamninginn. Samningurinn var unninn af bæjarstjóra og Frístunda- og menningarfulltrúa og sendir nefndinni til umfjöllunar og ég tel því að ákvörðun bæjarstjórnar hafi verið fylgt. Ég bendi á í því sambandi að fulltrúi L-listans tók þátt í afgreiðslu nefndarinnar á samningnum í nefndinni."
Þorvaldur Örn tekur undir gagnrýni Kristins, telur að það sé komið úr hófi fram að þrír bæjarfulltrúar sitji í nefnd eins og raunin er með Frístunda- og menningarnefnd.
Erla bendir á að samningurinn hafi verið sendur til bæjarráðs til afgreiðslu. Jafnframt er bent á að fulltrúar viðsemjenda sátu einungis hluta fundarins og tóku því ekki þátt í umfjöllun um samninginn.

Fyrir tekið 2. mál, 1308001, Fjölskyldudagar:
Kristinn óskar að eftirfarandi verði bókað: "Ég tek undir bókun nefndarinnar. Ég harma það að FMN sjái sér ekki fært í þessari bókun að þakka hinum fjölmörgu félagasamtökum fyrir aðkomu þeirra að fjölskyldudeginum. Hér með færi ég félagasamtökunum þakkir fyrir þeirra hlut í framkvæmd fjölskyldudagsins." Bæjarstjórn tekur undir þakkir til félagasamtaka þeirra sem tóku þátt í framkvæmd fjölskyldudagsins.

Fyrir tekið 7. mál, 1309010, fundir Varnar, forvarnarteymis Garðs, Sandgerðis og Voga.
Ingþór gerði að umtalsefni breytingar á löggæslumálum í sveitarfélaginu, sem fjallað er um í fundargerðinni og vitnað var í. Svohljóðandi bókun var lögð fram: "Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga harmar að ekki skuli vera lengur viðvera lögreglumanns í sveitarfélaginu og skorar á viðkomandi yfirvöld að endurskoða þá ákvörðun." Samþykkt samhljóða.


Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Til máls tóku: Oddur Ragnar, Björn, Kristinn, Ingþór, Þorvaldur Örn, Björn, Erla, Ásgeir, Sveindís.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 49

1307001F

Fyrir tekið 4. mál, 1307007, Umhverfis- og ræktunarmál: Þorvaldur Örn leggur til auk þeirra sem nefndir eru í fundargerðinni verði jafnframt verði leitað ráðgjafar hjá Landgræðslunni í málinu.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Kristinn, Þorvaldur Örn.

5.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 50

1308002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar.

6.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 51

1309002F

Fyrir tekið 1. mál, 1309019, framkvæmdir við sjóvarnargarða: Þorvaldur Örn vakti máls á gerð sjóvarnargarðs við Stóru-Vogaskóla og Vogatjörn, og telur rétt að leita annara leiða en gerð sjóvarnargarðs úr grjóti á þessum stað.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Þorvaldur Örn, Kristinn.

7.Samstarfssamningur 2013 Meistaraflokkur Þróttar

1304072

Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Voga og Meistaraflokks Þróttar (Knattspyrnufélags Voga) lagður fram til samþykktar.

Bæjarstjórn þakkar Meistaraflokki Þróttar öflugt og gott starf og væntir góðs starfs á komandi árum.
Samningurinn samþykktur samhljóða með sex atkvæðum. Þorvaldur Örn situr hjá við afgreiðslu málsins, þar sem honum hafi ekki gefist færi á að kynna sér samninginn.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Björn, Kristinn, Þorvaldur Örn.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?